Veðurstofa Íslands var stofnuð árið 1920, fyrir 125 árum. Auk þess að sjá um veðurspár, sér Veðurstofa Íslands sem stofnunin um viðvörunarþjónustu vegna eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða, vatnafars og hafíss, auk auðvitað veðurs. Nú þegar óvenjulegt óveður gengur yfir landið, kynnir Veðurstofustjóri, Hildigunnur H H. Thorsteinsson og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, nýjan vef; gottvedur.is. Nýi vefurinn mun síðan renna saman við vedur.is þegar hann er fullbúinn. En nýi vefurinn snýr að umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefþjónustu stofnunarinnar og öllu tækniumhverfi hans. Gera vefinn betri og nútímalegri fyrir alla íslendinga og ferðafólk, enda er vefur Veðurstofu Íslands ein mest sótta heimasíða landsins. Hvort við fáum betra veður, með betri vef, kemur í ljós, en…. það hefur sjaldan verið verra veður á Íslandi eftir að vefurinn, gottvedur.is fór í loftið. Já um um allt land, sem er mjög óvenjulegt.





Reykjavík 05/02/2025 : A7R IV, RX1R II – FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/85mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson