Grasi gróin híbýli 

Torfbæir var helsta hústegund á Íslandi langt fram á síðustu öld. Hús byggð úr torfi, með steinhleðslu og eða timburgrind. Þjóðminjasafn Ísland vinnur nú að raðtilnefningu torfbæja á Íslandi til heimsminjanefndar UNESCO. Tveir staðir íslenskir eru á heimsminjaskránni í dag, Þingvellir og Surtsey. Nú stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins sýninging, Á elleftu stundu, Það var íslenskur nemi í arkitektúr í Kaupmannahöfn sem upphaflega sendi hvatningu til danskra arkitektaskóla um að hefja skrásetningu á úrvali íslenskra torfhúsa áður en það yrði um seinan. Í náinni samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands skipulögðu skólarnir fjölda námsferða til Íslands á áttunda áratugnum og völdu ákveðin hús til að rannsaka.  Rannsóknarleiðangrarnir urðu til þess að opna augu margra fyrir nauðsyn þess að varðveita íslenska byggingararfleifð.

Á sýningunni skyggnumst við inn í líf uppmælingafólksins og fáum innsýn í rannsóknirnar og niðurstöður þeirra. Skrásetning sumra húsanna nýtist við verndun þeirra og síðari endurbætur. Flest torfhúsanna voru þó að lokum rifin eða hrundu. Í mörgum tilfellum er skrásetningin einu heimildirnar sem til eru um þær byggingar. Eins og segir í kynningu Þjóðminjasafnsins. Sýningin er vel upp sett, og frábær gluggi inn í veröld sem var. 

Frá sýningunni, Á elleftu stundu

Frá sýningunni, Á elleftu stundu

Frá sýningunni, Á elleftu stundu

Frá sýningunni, Á elleftu stundu

Torfbærinn Þverá í Laxárdal í Suður – Þingeyjarsýslu, einn af fallegustu torfbæjum á Íslandi

 

Reykjavík / Suður – Þingeyjarsýsla : 05/10/2022 – 07/06/2020 : A7C, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, 2.0 35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson