Grindavík – heimabær Bláa Lónsins
 
Bláa Lónið er vinsælasti ferðamannastaður Íslands. Grindavík er heimabær Bláa Lónsins. Bæjaryfirvöld í Grindavík og ferðaþjónustuaðilar hafa nú lyft grettistaki í ferðaþjónustu í Grindavík undanfarin meðal annars í þeim tilgangi að opna dyrnar fyrir gesti  gesti úr Bláa lóninu til þes að upplifa Grindavík enda aðeins þriggja mínútna akstur í miðbæinn.
grindavik_loftmyndFinnst þér gaman að útivist, hreyfingu og ævintýuramennsku? Þessi vinalegi þrjú þúsund manna sjávarútvegsbær býður upp activities eins og fjórhjólaferðir, hellaferðir og hestaferðir. Búið er að malbika 4 km göngu- og hjólastíg frá Bláa lóninu til Grindavíkur fyrir þá sem vilja koma blóðinu á hreyfingu og hjóla, skokka eða ganga. Þá er frábær 18 holu golfvöllur í bænum.
Viltu komast í snertingu við the locals? Við höfnina, lífæð Grindavíkur, eru m.a. kaffihús, tvö söfn, verslanir og ferðamenn geta komist í návígi við þegar íslenskir sjómenn koma að landi með afla sinn. Hægt er að fylgjast með þegar verið er að landa aflanum. Hægt er að skoða fiskvinnsluna þar sem aflinn er unninn. Grindavík er fimm stjörnu matarkista en þar eru framúrskarandi matsölustaðir sem bjóða upp á besta fisk í heimi, sem landað er og unninn í Grindavík!
Saltfisksetur-Syning5Ertu að leita að gistingu? Ef þú ert að leita að gistingu  er eitt glæsilegasta tjaldsvæði landsins í Grindavík sem opnað var fyrir nokkrum árum. Það er er við nýja Suðurstrandarveginn sem tengir Grindavík við Suðurland. Tjaldsvæðið er fyrsta flokks og er vinsælt hjá ferðamönnum að gista þar í nokkrar nætur þegar þeir koma úr flugi til Íslands eða eru að ljúka ferð sinni um landið og vilja eyða einum eða fleiri dögum í Grindavík og nágrenni. Þá eru gistiheimili í bænum og einnig hótel skammt frá Bláa lóninu sem sérhæfir sig í Norðurljósum.
_DSC0101_016Ertu á bílaleigubíl? Þegar þú ekur t.d. frá Bláa lóninu, prófaðu að beygja til vinstri og fara framhjá Þorbjarnarfelli og til Grindavíkur. Búið er að setja ýmis upplýsingaskilti um Grindavíkurbæ fyrir ferðamenn. Á þeim eru QR-kóðar. Hægt er að nálgast kort og upplýsingabæklinga í Bláa lóninu og út um allt í Grindavík. Þá er líka hægt að spjalla við Grindvíkinga, þeir eru einstaklega þægilegir í samskiptum, eru gestrisnir og finnst gaman að fá góða gesti í heimsókn.