Guðmundur = Erró 

Ein af okkar stærstu listamönnum er Guðmundur Guðmundsson, fæddur 1932, þekktur sem listamaðurinn Erró. Hann er einn fárra íslenskra myndlistarmanna sem náð hafa fótfestu í heimi alþjóðlegrar myndlistar. Fyrir 33 árum voru stór tíðindi í íslensku menningarlífi, þegar Erró gefur Reykjavíkurborg 2000 listaverk eftir sig. Árið 2000, fyrir 22 árum er gjöf listamannsins fundinn staður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Errósafnið hefur vaxið jafnt og þétt og telur nú um 4000 verk, málverk, vatnslitamyndir, grafíkverk, skúlptúrar, klippimyndir og önnur listaverk sem spanna feril listamannsins í heil 70 ár. Sprengikraftur mynda, sem Errósýningin sem er núna í Hafnarhúsinu, og fram í byrjun september, er stærsta og heilstæðasta úttekt á ferli þessa litríka listamanns sem hefur búið og starfað í París í meira en hálfa öld. Sýningastjórar þessara stórgóðu sýningar eru Danielle Kvaran og Gunnar B Kvaran. En rúmlega 300 verk Guðmundar Guðmundssonar, betur þekktur sem Erró eru á sýningunni.

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús

Þau eru stór sum verk Errós

Rúmlega 300 verk eru á sýningunni

 

Þetta verk er 63 ára gamalt og heitir, Áróðursskrifstofan

 

Nýlegt portrett af Erró eftir Sögu Sig ljósmyndara tekur á móti manni á safninu

 

Reykjavík 20/04/2022 10:12- 11:08 : A7C – FE 1.8/14mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson