Gunnar Örn Gunnarsson (fæddur 2. desember 1946 í Reykjavík, látinn 28. mars 2008 í Reykjavík). Verkin hans eru nú á söfnum á Íslandi og Guggenheim safninu í New York, Sezon Museum í Tókýó, Moderna museet og National Museum í Stokkhólmi.

Gunnar Örn lauk prófi hjá gagnfræðiskóla Keflavíkur 1962, stundaði síðan sellónám í Kaupmannahöfn 1963. Gunnar lagði stund á myndlist frá 1964 og stofnaði og rak til dauðadags Galleri Kamp. Gunnar hélt margar einkasýningar, sú fyrsta árið 1970. Hann hélt sex einkasýningar í Kaupmannahöfn, tvær í New York og eina í Feneyjum. Seinustu einkasýningu sína hélt hann í Gallerí Kambi í maí 2007 í tilefni af sextugsafmæli sínu. Hann tók líka þátt í fjölda samsýningum á Íslandi, Norðurlöndunum, í London, París, Moskvu, New York, Chicago og Tókýo.