Eldgos í Holuhrauni. Holuhraun september 2014

Gýs næst norðan Vatnajökuls?

Gýs næst norðan Vatnajökuls?

Eitt heitasta eldsumrotasvæði landsins er frá Bárðarbungu, næst hæsta fjalli Íslands í norðvestanverðum Vatnajökli að Öskju rétt norðan Vatnajökuls. Þar hefur land risið um 50 cm, á skömmum tíma. Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofu Íslands, segja að ekki sé hægt að útiloka eldgos, þegar land rís jafn mikið og þarna. Landrisið stafar af kvikusöfnun, á litlu dýpi undir eldstöðinni. Síðast gaus í nágrenninu, í Holuhrauni fyrir níu árum síðan í ágúst 2014. Þá varð til fimmta stærsta hraun síðan Íslands byggðist, en þekur það 85 km² lands. Nýjasta hraunið, Fagradalshraun frá eldgosinu frá því í fyrra og hitteðfyrra er tæplega 5 km² stórt.

Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015, eða hálft ár.
Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015, eða hálft ár.
Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015, eða hálft ár.
Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015, eða hálft ár.
Eldgosið í Holuhrauni stóð frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015, eða hálft ár.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

26/01/2023 : A7RII, RX1R : FE 1.4/50mm Z, 2.0/35mm Z