Hafið gefur
Sjávarklasinn, merkileg stofnun, stofnuð af Þór Sigfússyni fyrir rúmum tíu árum bauð almenningi að „sjá landsliðið í nýsköpun í sjávarútvegi“ í húsakynnum klasans að Grandagarði við vestanverða Reykjavíkurhöfn. Í húsinu starfa um 70 fyrirtæki og frumkvöðlar í hafrænni starfsemi. Fyrirtæki í fisksölu, snyrtivörum unnin úr fiskafurðum, líftækni, fiskeldi, og hugbúnaði tengdum sjávarútvegi svo eitthvað sé nefnt. Enda er sjávarútvegur ein af grunnstoðum íslensk efnahags. Eins og og matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir mælti svo vel, við opnun sýningarinnar. ,,Af hverju eru ekki aðrar matvælagreinar hér með svona klasa.“ Það eru nefnilega margir erlendir aðilar að skoða Sjávarklasan, til þess að byggja upp svipaða starfsemi hjá sér.

Ekta sjómaður, eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttir tekur á móti manni við inngang Sjávarklasans

Útsýnið frá Sjávarklasanum

Þór Sigfússon

Svandís Svarsdóttir heldur inngangsræðu, og eins og hún eigi tal við nýráðin framkvæmdastjóra klasans, Heiðu Kristínu Helgadóttir

Innandyra, margt að sjá

Mörg fyrirtæki voru að kynna sína starfsemi, eins og Dropi frá Bolungarvík
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 25/05/2023 : A7C, A7RV : FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM