Hafnarfjörður er höfn, hús og hraun

Hafnarfjörður er höfn, hús og hraun

Þegar Hafnarfjörður, nú þriðji fjölmennasti bær landsins með ríflega 30 þúsund íbúa, fékk kaupstaðarréttindi árið 1908, bjuggu 1469 í bænum, en engin eiginleg gata var í bænum. Þrátt fyrir að hafa verið ein stærsta verslunarhöfn landsins frá 15. öld. Til Hafnarfjarðar kom árið 1413 fyrsta enska kaupskipið til Íslands, um 50 árum síðar, árið 1468 hófu þýskir Hansakaupmenn siglingar til landsins, frá Björgvin í Noregi. Höfðu þeir betur að lokum, enda buðu þeir bæði ódýrari og betri vöru en Englendingarnir, Hafnarfjörður varð þeirra aðalhöfn. Kristján IV Danakonungur lokaði fyrir verslun við Hansakaupmenn, með tilskipun um einokunarverslun árið 1602, og Hafnarfjörður vegna góðrar hafnar var samt sem áður aðal verslunarhöfn landsins, næstu 150 árin. Á 18. öld var rætt um að gera Hafnarfjörð að höfuðstað Íslands, en lítið undirlendi og mótekja urðu helstu ástæður þess að Reykjavík varð að lokum höfuðborg landsins. 

Miðbær Hafnarfjarðar er í dag er mjög sérstakur, jafnvel einstakur, þar sem ný hús við höfnina, mæta eldri húsum frá byrjun síðustu aldar í hrauninu sem rann úr Búrfelli, rétt sunnan við bæinn fyrir um 8000 árum. Icelandic Times / Land & Saga gekk um miðbæinn til að mynda stemningu sem er… einstök.  

Norðurbryggjan Hafnarfirði
Smábátahöfnin í Hafnarfirði
Víkingaþorpið við austanverða Hafnarfjarðarhöfn
Inngangurinn í Víkingaþorpið
Hafnarfjarðarkirkja
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Veitingastaður A. Hansen, Vesturgötu Hafnarfirði
Bak við Byggðasafnið
Strandgata, aðalverslunargata Hafnarfjarðar
Við Strandgötu
Uppbygging við Strandgötu
Austurgata 31, jafnvel sorptunnurnar eru í sama lit og húsið
Horft suður Austurgötu

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Hafnarfjörður 24/04/2023 : A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z