Hátíð í höfuðborginni

Hátíð í höfuðborginni

Menningarnótt í Reykjavík byrjar snemma, fyrir klukkan níu, þegar Reykjavíkurmaraþonið hefst, en hlaupið byrjaði fyrir 37 árum, nú voru á níunda þúsund þátttakendur í nokkrum vegalengdum. Menningarnótt endar svo alltaf á stórri flugeldasýningu klukkan 11, sem í ár dróst í ár um 15 mínútur, líklega vegna þess hve tónlistarmennirnir á Arnarhóli skemmtu sér og höfuðborgarbúum svo ótrúlega vel í miðbænum. Menningarnótt hefur verið haldið árlega síðan 1996, en þá átti höfuðborgin 200 ára afmæli sem kaupstaður, borg ef borg mætti kalla. Þetta er fjölmennasta hátíð borgarinnar, en um 100 þúsund manns koma saman í miðbænum til að njóta veislu, menningar, tónlistar og matar. Hátt í 600 viðburðir voru í ár, sem er met, enda féll hátíðin niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Icelandic Times / Land & Saga fór auðvitað niður í bæ að sjá og upplifa.

 

Upphafið á Menningarnótt, Maraþonhlaupið
Stemming í miðbænum, enda Menningarnótt
Tónlist, menning og hönnun á Laugaveginum
Joirho frá Indónesíu naut sín í botn… þótt honum þætti smá kalt, enda bara tæpar 7 gráður úti
Þessir voru að leika listir sínar við Bankastræti 0
Hljómsveitin Flott, flutti flott lög á Arnarhóli
Helgi Björns og Salka Sól í svaka stuði í Hljómskálagarðinum

 

Flugeldasýningin séð yfir Tjörnina í lok Menningarnætur.