Hátíð um vetur

Dagana 2. til 4. febrúar 2023 fer fram Vetrarhátíð í öllum sex sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúmlega 150 viðburðir á þessari hátíð ljóss og myrkurs. Það eru þrjár meginstoðir, Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalistarnótt. Icelandic Times / Land & Saga brá sér auðvitað niður í miðbæ Reykjavíkur til að að taka forsmekk á hátíðinni. Að mynda ljós & myrkur. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér á ensku og auðvitað íslensku. https://reykjavik.is/vetrarhatid/um-hatidina. Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar.

Austurvöllur

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg

Á Skólavörðustíg

Hallgrímskirkja

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

02/02/2023 : A7C : FE 2.5/40mm G