Hátíðardagskrá vegna 100 ára afmælis Kristjáns Eldjárns
Í tilefni þessara tímamóta býður Þjóðminjasafn Íslands til hátíðardagskrár á afmælisdegi Kristjáns Eldjárns þriðjudaginn 6. desember. Haldin verða stutt erindi, auk tónlistarflutnings og ljóðalesturs. Dagskráin er unnin í samvinnu við fjölskyldu Kristjáns Eldjárns, Félag fornleifafræðinga og Forlagið sem gefur út rit í tilefni aldarafmælisins ásamt Þjóðminjasafni Íslands. krsitjan-eldjarn-tjodminjasafnid-land-og-saga
Dagskráin hefst kl. 15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þar sem flutt verður röð stuttra erinda og kl. 17 verður boðið upp á léttar veitingar og tónlistarflutning á 2.h. fyrir framan Bogasal.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Að lokinni dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands, stendur Félag fornleifafræðinga fyrir sýningu á þáttum Kristjáns Eldjárns, Munir og minjar í Bíó Paradís kl. 19.