Hattar & grafísk hönnun

Á Hönnunarsafni Íslands, á Garðatorgi í Garðabæ standa nú yfir tvær skemmtilegar sýningar. H A G E er samstarfsverkefni hattameistaranna Harpers og Önnu Gullu Eggertsdóttur, en þau kynntust fyrir 12 árum í námi í Gautaborg, og sérhæfa sig í að hanna hatta, fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum. Hattarnir sem þau sýna á safninu eru unnir bæði með nútíma aðferðum, einnig líka klassísku með handbragði. Í hattana nota þau meðal annars strá, leður og filt sem þau móta með gufu og trémótum.

Hin sýningin er Dieter Roth : grafísk hönnun. Svisslendingurinn Dieter Roth (1930-1998) var í hópi frumkvöðla á heimsvísu í mótun grafískrar hönnunar, og starfaði hann lungan úr sínum starfsferli hér á Íslandi. Á sýningunni er sjónum okkar beint að grafískri hönnun listamannsins, og hafa mörg verkanna ekki fengið mikla athygli, enda líftími verkanna oft ekki langur. Þessi verkefni Dieter Roth voru á sínum tíma ekki talin verðmæt, og fá eintök hafa varðveist. Því er um að gera að leggja leið sína í Garðabæinn og upplifa tvær ólíkar og fínar sýningar. 

 

Sýning Dieter Roth

 

Hattur á sýningunni H A G E

Hattar af öllum gerðum og litum má sjá á sýningunni

Anna Gulla Eggertsdóttir að leggja lokahönd á enn einn hattinn, á sýningunni H A G E

Listamennirnir Anna Gulla Eggertsdóttir og Harper á Hönnunarsafni Íslands

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Garðabær 29/11/2022 : A7R IV, A7R III, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G