Haustið komið í Hörpu

Harpa menningar og ráðstefnuhúsið sem opnaði fyrir tíu árum, í maí 2011, er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur. Húsið stendur við eystri kant inn-siglingarinnar inn í Reykjavíkurhöfn. Vegna rýmri samkomutakmarkana, er nú haustdagskráin með tónleikum og viðburðum komin á flug í Hörpu, eftir að húsinu hafi verið meira og minna lokað í eitt og hálft ár, vegna Covid-19. Sunnan við Hörpu er verið verið að byggja tvö stór og tilkomumikil hús, höfuðstöðvar Landsbanka Íslands, og Edition hótel, fyrsta alvöru fimm stjörnu hótel Íslands. Húsin breyta svip höfuðborgarinnar mikið þegar þau verða tilbúin.

Það var haustlegt, rok og rikning við Hörpu í gær. Til vinstri má glitta í EDITION hótelið sem opnar fljótlega.

Reykjavík 06/09/2021 17:44 : A7R III / FE 1.4/24mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson