Heimshornaflakk í höfuðborginni

Það er ekki lengra síðan en rúm 40 ár að fyrsti alþjóðlegi veitingastaðurinn Hornið opnaði í Reykjavík, ítalskur veitingastaður sem enn er rekin af sömu fjölskyldunni frá árinu 1979. Við hliðina á Horninu er Bæjarins Beztu pylsur, sívinsæll pylsusölustandur sem hefur verið rekinn af sömu fjölskyldunni frá árinu 1937. Fyrsti veitingastaðurinn í Reykjavík opnaði árið 1791 af ekkjunni Maddama Angel, og starfaði í örfá ár, á þeim tíma voru íbúar höfuðborgarinnar tæplega 200. Nú eru rúmlega 200 veitingastaðir í Reykjavík, og hægt að fá mat frá öllum heimshornum, frá Indlandi til Ítalíu og allt þar á milli. Það sem einkennir íslenska veitingastaði er hve gott hráefni er framleitt hér á landi hvort sem það er fiskur, lamb eða kjúklingur. Einnig er mjög stór hluti af því grænmeti sem ratar á diska íslenskra veitingahúsa framleiddur á Íslandi í vistvænum gróðurhúsum við bestu skilyrði. Á næstunni bætast við þrjár mathallir í miðbænum, sem eykur en á þá ótrúlega fjölbreyttu flóru veitingahúsa sem er í Reykjavík. Icelandic Times / Land og Saga fór í göngutúr í miðbænum í morgun, og smellti nokkrum myndum af gömlum og nýjum veitingahúsum höfuðborgarinnar. Sjón er sögu ríkari.

Reykjavík 16/05/2021 11:19 – 12:58 : A7R IV : FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson