Heimsókn frá vetri konungi

Heimsókn frá vetri konungi

Ef spáin gengur eftir, verður desember mánuður sá kaldasti á Íslandi í hálfa öld. Náttúran er öfgafull, því síðastliðin nóvember mánuður var sá hlýjasti á landinu síðan mælingar hófust. Spáin er ekki góð fyrir næstu daga, já alveg fram á næsta ár. Ferðafólk, farið því varlega næstu daga. Fylgist vel með veðurspá og færð á vegum, því Vegagerðin í samvinnu við Lögreglu og Björgunarsveitir er, og mun loka stórum köflum á Hringvegi 1, og öðrum stofnleiðum í dag, á morgun og næstu daga. Farið því varlega. Komið heil heim, það er það sem skiptir öllu máli. Undanfarna sólahringa hafa einmitt Björgunarsveitir, sérstaklega á suðurlandi bjargað hundruð ferðamanna sem hafa ekki áttað sig á því að vetur konungur getur verið ansi grimmur um hávetur á Íslandi.

Náttúran er svo falleg í kuldanum og svartasta skammdeginu
Hljómskálagarður næst, síðan Tjörnin og Ráðhús Reykjavíkur í fjær
Landsbjörg að bjarga ferðamönnum sem virða ekki lokanir síðastliðna nótt á Hringvegi 1
Horft norður Hringbraut, í dagrenningu

 

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

A7R III, A7C : FE 2.8/50mm, FE 2.8/100mm GM