Heimsviðburður í Reykjavík
Leiðtogafundur Evrópuráðsins er haldin nú í Reykjavík, og er þetta einungis fjórði leiðtogafundur ráðsins, síðan það var stofnað í maí 1949. Aðildarríki ráðsins eru 46, öll ríki Evrópu nema Hvíta-Rússland og Rússland, sem var rekið úr ráðinu eftir innrásina í Úkraínu í fyrra. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins, sem hefur aðsetur í Strasbourg í Frakklandi, er því ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um lýðræði, mannréttindi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar. Katrín Jakobsdóttir setti leiðtogafundinn, sem var stofnað til vegna átaka innan Evrópu, loftslagsvandans, mannréttindabrota og fleiri áríðandi málefna. „Við erum ekki saman komin hér í fagnaðarskyni, heldur í skugga stríðs. Árás Rússa á Úkraínu er alvarlegasta árás á frið og öryggi í Evrópu frá seinni heimstyrjöld“ Næstur talaði í gegnum fjarfundarbúnað frá Kænugarði, Volodymyr Zelensky, en vonir voru bundnar við að hann kæmi á fundin í eigin persónu. En hann sendi Forsætisráðherran í sinn stað. Síðan töluðu, Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og að lokum Andrzej Duda forseti Póllands. Öll voru þau sammála um mikin og öflugan stuðning áfram við Úkraínumenn, og fordæmingu á athæfi rússa. Eftir það hófst málefnavinna, sem stendur þangað til á morgun, þegar fundinum líkur.

Fyrir leiðtogafundinn á átti Katrín Jakobsdóttir fund með Ursulu Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Ráðherrabústaðnum. Þetta var í fyrsta skipti sem Ursula kemur til Íslands.

Á blaðamannafundi eftir fundin, var tilkynnt um samkomulag milli ESB og Íslands um sérlausnir á losun koltvísýrings í flugi til og frá landinu

Katrín tekur vel á móti Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands í Hörpu

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur að spjalla við blaðamenn

Hún var fjölmenn þýska sendinefndin, sem sést hér koma að Hörpu, Olaf Scholz kanslari Þýskalands fyrir miðju

Olaf Scholz kanslari Þýskalands ásamt Katrínu Jakobsdóttir (h) og Marija Pejčinović Burić, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins (v).

Hljómsveit lék ljúfa tóna þegar leiðtogarnir gengu inn í Hörpu

Blaðamenn að bíða eftir plássi, panta viðtöl

Fréttamenn á leið að opnun leiðtogafundarins

Katrín setur ráðstefnuna

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, hélt ræðu í gegn um fjarfundarbúnað

Macron Frakklandsforseti í ræðustól

Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur áhyggjur af þróun mála Rússlands

Fjölskyldumynd af leiðtogunum

Mikil öryggisgæsla er við Hörpu, og allar götur í nágreninu eru lokaðar, nema fyrir ráðstefnugesti, blaðamenn og starfsmenn leiðtogafundarins
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 16/05/2023 : A7R IV, RX1R II, A7C, A7R III : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM