Heitt vatn 

Heitt vatn 

Á tímum þar sem verð á jarðefnaeldsneyti ríkur upp, og þeirri mengun sem slík brennslan skilar út í andrúmsloftið er frábært að hafa hitaveitu eins og 89.6% af öllu húsnæði á Íslandi nýtur. Fyrsta alvöru hitaveitan var í Laugaskóla í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, en hún var tekin í notkun árið 1924. Fyrsta hitaveitan í Reykjavík, var í Austurbæjarskóla, en 3 km leiðsla er lögð var úr Laugardal til að hita upp skólann árið 1930. Nú eru Veitur, sem reka þrettán hitaveitur, eina á öllu höfuðborgarsvæðinu, auk fimm á Vesturlandi og sjö á Suðurlandi, og þjónar fyrirtækið hátt í 70% landsmanna, sannkallað risa fyrirtæki, á sínu sviði í heiminum. Fyrirtækið dreifir 89,9 milljón m3 af heitu vatni á ári. Lengd hitaveitulagna eru 3066 km / 1905 mi, frá 78 virkjuðum borholum. Meðalnotkun á ári á íslenskum heimilum er 4.5 tonn af heitu vatni á hvern fermetra húsnæðis.

Það er borhola við vestari gafl Hilton hótelsins við Suðurlandsbraut
Við anddyri Bandaríska sendiráðsins við Engjateig er heitavatnsborhola.
Borhola við Kringlumýrarbraut, Japanska sendiráðið og Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í bakgrunni
Sólarorka, og jarðhiti í miðri Reykjavík

Reykjavík 19/04/2022 10:49- 11:44 : A7C – A7R III – FE 1.8/14mm GM – FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson