Á svokölluðum Heklureit, milli Laugavegs og Skipholts, stendur yfir skipulagsvinna vegna uppbyggingar blandaðrar byggðar með 400 íbúðum, hóteli og verslunar- og þjónusturýmum. Viljayfirlýsing um uppbygginguna var undirrituð í maí 2017, niðurstöður hugmyndasamkeppni um framtíðar-skipulag svæðisins lágu fyrir síðsumars og er skipulagsvinnan unnin í takt við niðurstöður hennar.