Hellisheiði syðri

Hellisheiði syðri

Hellisheiðin á Hringvegi 1, sem tengir höfuðborgarsvæðið við Suðurland, hefur verið lokuð 15 sinnum það sem af er árinu, samtals í rúma 150 klukkustundir, sem er met.  Þetta er bagalegt því þúsundir manna fara um heiðina á degi hverjum á leið til og frá vinnu, að sækja þjónustu eða ferðast, því vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru flestir fyrir austan fjall, eins og það er kallað. Gullfoss, Geysir, Seljalands- og Skógafoss, og svæðið í og við Vík í Mýrdal. Reyndar er það kraftaverk hve Vegagerðið er dugleg að halda flestum aðalleiðum opnum, í þeim aðstæðum sem íslenskur vetur og veður býður landsmönnum upp á. Það er önnur Hellisheiði til, en sá fjallvegur, einn sá hæsti á landinu tengir saman Vopnafjörð við Hérað, austur á landi, sú heiði er lokuð allan veturinn, og opnar ekki fyrr en í sumarbyrjun. 

Leiðinn milli Reykjavíkur og Hveragerðis yfir Hellisheiðina er 45 km / 28 mi löng.

 

Falleg fjallasýn er á leiðinni, hér er horft að Bláfjöllum skíðasvæði Reykjavíkur af Sandskeiði.

 

Brekkan upp Draugahlíð, upp á Svínahraun, rétt austan við Litlu kaffistofuna.