Hinn eini sanni Grafarvogur

Hinn eini sanni Grafarvogur

Ef Grafarvogur, hverfi í norðan og austan verðri Reykjavík væri sjálfstæður bær væri hann sá fjórði stærsti á landinu. Í hverfinu búa rúmlega 20.000 manns, í blandaðri byggð, einbýlis – rað- og fjölbýlishúsa. Hverfið byrjaði að byggjast eftir miðjan 9. áratug 20. aldar, og er það enn í uppbyggingu. Nú er meira að segja komin vínbúð í hverfið, en fyrir nokkrum árum benti einn íbúi hverfisins á að það væri engin áfengisútsala í þessu fjölmennasta hverfi borgarinnar, en það væri vínbúð á Kópaskeri norður á Melrakkasléttu með sína 120 íbúa. Í Grafarvogi eru hvorki meira né minna en átta smærri hverfi, Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes, sem enn er óbyggt, en þar er framtíðar byggingarsvæði Reykjavíkur, enda ótrúlega fallegt að horfa suður og vestur á Seltjarnarnesið, þar sem eldri hluti Reykjavíkurborgar liggur. Esjan gefur Geldinganesi, og reyndar öllu hverfinu gott skjól gagnvart norðanáttinni. Hverfið er kennt við Grafarvog, sem er kennt við eyðibýlið Gröf, bóndabæ sem stóð innst við voginn þar sem Grafarlækur rennur í sjó fram.

Horft yfir Grafarvog að Grafarvogshverfinu, Grafarvogskirkja, eina kirkjan í hverfinu stendur við voginn. Esjan og Móskarðshnjúkar (hægri) í bakgrunni
Stórt útivistarsvæði, og heill skemmtigarður er í hverfinu
Korpúlfsstaðir, mjólkurbú sem reist var af Thor Jensen af stórhug um 1925. Reykjavíkurborg kaupir jörðina 1942, og er þar nú listamiðstöð, veitingastaður og aðstaða fyrir golfara, en Korpúlfsstaðarvöllur er á gömlu túnum þessa stórbýlis. 

 

Brygguhverfið stendur sunnan Grafarvogs, handan við vogin má sjá Sundahöfn, stórskipahöfn Reykjavíkurborgar. 
Egilshöll í Grafarvogi er stærsta íþrótta og afþreyinga kjarni landsins, með kvikmyndahúsi, bowling, knattspyrnuvelli og skautahöll í bland við veitingastaði og íþróttasali. 
Hallsteinsgarður í Grafarvogi, en á hæð austan við Gufunes, eru 16 höggmyndir úr áli eftir Hallstein Sigurðsson myndlistarmann frá árunum 1989 til 2012, og hluti af Listasafni Reykjavíkur. 

Reykjavík 08/08/2022 : A7R IV: FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson