Hnegg og hlátrasköll

Hnegg og hlátrasköll

Fjölskyldu og húsdýragarðurinn í Laugardal, er einn af vinsælustu stöðum í Reykjavík að heimsækja. Á síðasta ári komu í garðinn 189.398 gestir, þrátt fyrir Covid takmarkanir og lokanir. Er búist við að vel yfir 200 þúsund manns heimsæki garðinn á þessu ári, sem er tæplega tvöföld íbúatala höfuðborgarinnar. Húsdýrahluti garðsins, þar sem má sjá flest íslensk dýr, seli og fugla opnaði fyrir 32 árum, árið 1990. Þremur árum seinna opnaði síðan fjölskyldugarðurinn með leiktækjum og byggingum fyrir alla fjölskylduna að leika sér, eiga góðar stundir saman. Garðarnir tveir eru landfræðilega tengdir saman með brúnni Bifröst. Garðurinn sem er opin alla daga frá 10 til 17, kostar tæpar 1000 krónur inn fyrir fullorðna og 750 krónur fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára. Frítt er inn fyrir löggilt gamalmenni og ungabörn.Fjölskyldu og húsdýragarðurinn er rekin af Reykjavíkurborg.

Horft yfir Fjölskyldugarðinn 
Þessi selur var í sólbaði í sterkri vorsólinni
Þessi bekkur var að skoða hestana, klappa þeim og heyra þá hneggja

 

Reykjavík 04/05/2022 10:11 – 11:28 : A7R III – A7R IV : FE 1.8/14mm GM – FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson