Frá frambjóðendum

Hnífjafnt & æsispennadi

Við fáum nýjan forseta, það er öruggt, og við fáum konu sem forseta, það er næsta öruggt miðað við síðustu skoðanakannanir degi fyrir kosningar. Þar sem Höllurnar tvær, Halla Tómasdóttir (1968), og Halla Hrund Logadóttir (1981) og Katrín Jakobsdóttir (1976) fyrrverandi forsætisráðherra síðustu sjö árin berjast um forsetaembættið. Allar eru þær með milli tuttugu og tuttugu og fimm prósent fylgi, varla marktækur munur. Hvað kemur upp úr kössunum er auðvitað önnur saga. Ólíklegt er að Baldur Þórhallsson jafnaldri Höllu T, blandi sér í leikinn. það er eins og þjóðin vilji konu í stól sjöunda forseta lýðveldisins, og þá aðra í áttatíu ára sögu sjálfstæðis þjóðarinnar. Frú Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti, fyrst kvenna, ekki bara á Íslandi, heldur í heiminum fyrir 44 árum síðan, árið 1980.

Frá frambjóðendum
Frá frambjóðendum

Reykjavík 31/05/2024 : Texti : Páll Stefánsson