Hóllinn hans Ingólfs

Hóllinn hans Ingólfs

Í níutíu og átta ár hefur fyrsti íbúi Reykjavíkur og Íslands með fasta búsetu, Ingólfur Arnarson staðið efst á Arnarhól. Þarna horfin hann í vesturátt yfir kvosina og þar sem hann reisti sinn bæ, og Reykjavíkurhöfn. Ingólfur kom fyrst til Íslands til að kanna landshætti árið 867, og settist síðan að í Reykjavík 874, ásamt konu sinni Hallveigu Fróðadóttur. Það má með sanni segja að í dag, við eða nálægt Arnhóli sé allt sem gerir okkur að þjóð, þarna er skrifstofa forsætisráðherra, Seðlabanki Íslands, Þjóðmenningarhúsið, Hæstiréttur, Fjármála og mennta og menningarmálaráðuneytið, sænska verslunarkeðjan H&M, tónlistar og ráðstefnuhúsið Harpa, og við hlið Hörpu er stærsti banki landsins, Landsbankinn að reisa nýjar höfuðstöðvar. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi 1786, en Arnarhóll, þótt hann sé rétt ofan við Kvosina, þar sem Reykjavík byggðist upp, tilheyrði Seltjarnarnesi þangað til 1835, þegar bæjarlandið var stækkað til austurs og vesturs.

Ingólfur Arnarson eftir Einar Jónsson myndhöggvara frá árinu 1924
Horft í norður frá Ingólfi, Harpa til vinstri, Seðlabanki Íslands til vinstri. 
Austan við Ingólf er þjóðleikhúsið til vinstri, og Þjóðmenningarhúsið til hægri. 
í vesturátt frá Arnarhóli, skrifstofa forsætisráðherra í hvíta húsinu til vinstri, við Lækjartorg. 
Himininn yfir Ingólfi Arnarsyni

Reykjavík 28/05/2022  08:44 – 09:33 : A7R IV, A7R III, A7C : FE 1.8/20mm G FE 200-600 G FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson