Árni Þór Árnason spila á KEX Hostel 24. Ágúst

Stroff eiga plötu vikunnar á Rás 2 og Hórmónar vinna í sinni fyrstu skífu

Það verður mikið um dýrðir á KEX Hostel miðvikudagskvöldið 24. ágúst klukkan 21:00.  Þá munu hljómsveitirnar Hórmónar og Stroff stíga á stokk og spila í bókahorninu á KEX Hostel.  
Hórmónar

24 HormonarHórmónar er tilraunakennd pönk hljómsveit úr Garðabænum sem að vildi stíga út úr  þægindarammanum sínum sem listamenn og byrja hljómsveit.  Hórmónar eru sigursveit Músíktilrauna í ár og hafa verið að spila út um allar trissur frá því í vor.

https://soundcloud.com/h-rm-nar-hlj-msveit
https://www.facebook.com/hormonar/

Stroff

Gítardrifna rokksveitin Stroff hefur verið að í þrjú ár hefur dúkkað upp hér og þar með óreglulegu millibili.  

24 StroffStroff er íslensk hljómsveit og er hún hugarfóstur tveggja einstaklinga, heita Örn Ingi Ágústsson og Árni Þór Árnason.  Þeir félagar eru með sameiginlegt blæti fyrir bjöguðum og háværum gítarhljóm sem att er við grípandi og melódísk riff.

Stroff var nokkur ár á teikniborðinu og varð að veruleika eftir margar drykklangar kvöldstundir þar sem félagarnir skeggræddu sameiginlega aðdáun á háværum gítarsveitum fyrri áratuga. Eftir allt spjall og nafnatogarnir gripu þeir í sitthvorn rafmagnsgítarinn, dustuðu rykið af gömlu trommuheila og settu á upptöku á fjögurra rása upptökutækinu sínu. Úr varð til Stroff sem samdi nú hvert riffið á fætur öðru og fljótlega urðu lögin fleiri og fleiri og var næsta skref að hóa í nokkra vini úr öðrum hljómsveitum sem Örn og Árni höfðu kynnst á áralöngu hljómsveitabrölti sínu. Örn hefur spilað áður í hljómsveitum á borð við Seabear, Skakkamanage og síðast en ekki síst Stoner Wind.  Árni hefur verið viðloðandi Reykvísku neðanjarðarsenunni undanfarna tvo áratugi og hefur m.a. spilað í Mug, Stafrænum Hákon og Per: Segulsvið.

Með Árna og Erni spila þeir Markús Bjarnason sem kenndur er við The Diversion Sessions, Skáta og Sofandi, Kjartan Bragi úr Kimono og Haraldur Thorsteinsson kenndur úr Stafrænum Hákon og Náttfara.

https://www.facebook.com/Stroff-133345943519058/?fref=ts

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og er frítt inn.