Hringferð

Hringferð

Hvað og hvar eru vinsælustu ferðamannastaðir Íslands. Ekki spurning, það er Gullni hringurinn, rúmlega 250 km /150 mi langur hringur frá Reykjavík, þar sem margir af fallegustu stöðum landsins eru í einum hnapp í Árnessýslunni á suðurlandi. Á hringnum er auðvitað Þingvellir, Geysir, Gullfoss og Kerið. Líka minna þekktir staðir, sem státa af einstakri náttúrufegurð, eins og Brúarárfoss, Reykjadalur við Hveragerði, Lyngdalsheiðin milli Laugarvatns og Þingvalla, og auðvitað maturinn og gróðurhúsin á Friðheimum. Gullni hringurinn er ekki bara til að fara á fallegum sumardegi, hann er fallegur og spennandi allt árið.

Gullfoss – Suðurland
Geysir í sumarskrúða
Kerið í Grímsnesi í litaskrúða

Árnessýsla : A7R IV – RX1R II:  FE 1.8/14mm GM – FE 1.8/20mm G – 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson