Hús átta vinaþjóða

Í Vatnsmýrinni, stendur Norræna húsið í Reykjavík, hannað utan sem innan af Finnska snillingnum Alvar Aalto (1898-1976). Húsið, þessi norræna menningarstofnun var opnuð árið 1968 og er rekin af Norrænu ráðherranefndinni, eins og systurhúsin í Þórshöfn í Færeyjum, Nuuk á Grænlandi og í Mariehamn á Álandseyjum. Frá upphafi hefur Norræna húsið skapað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi með því að skipuleggja margvíslega menningarviðburði og sýningar. Í húsinu er einstakt bókasafn sem lánar eingöngu bækur á tungum þeirra þjóða sem búa Norðurlöndin, þarna er líka stór og mikill sýningarsalur, kaffihús, barnabókasafn og hátíðarsalur sem er mikið notaður. Norrænu húsin eru meðal mikilvægustu tækjanna til að tryggja menningarsamstarf á breiðum grundvelli, og stuðla þannig skilningi og samheldni milli íbúa á Norðurlöndum öllum frá Grænlandi í vestri til Finnlands í austri. 

Norræna húsið í Vatnsmýrinni, er lítið að utan, stórt að innan. Staðsetning hússins ber vitni þeirri næmu tilfinningu sem arkitektinn Alvar Aalto hafði fyrir landslagi og birtu staðar.

Reykjavík 05/02/2022  17:59 – A7R IV : FE 2.8/100mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson