Fasteignasalan Húsaskjól var nýlega valin til samstarfs við alþjóðlegu fasteignasölukeðjuna Leading Real Estate Companies of the World. Ásdís Ósk Valsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Húsaskjóls, leggur áherslu á að starfsmenn þjónusti hvern viðskiptavin óaðfinnanlega og með þessu samstarfi er hægt að sinna Íslendingum sem hyggjast flytjast búferlum erlendis enn betur með val á húsakosti, hvort sem vilji er til að fjárfesta í fasteign eða leigja. Samstarfið við Leading Real Estate Companies aðstoðar að sama skapi erlenda aðila sem hafa áhuga á að kaupa fasteign á Íslandi.  

Leading Real Estate Companies of the World er alþjóðleg fasteignasölukeðja sem samanstendur af um 500 fasteignasölum í tæplega 50 löndum. Keðjan er í samstarfi við 4.000 umboðsaðila og um 120.000 fasteignasala um allan heim. Nýlega bættist Húsaskjól við fríðan hóp samstarfsaðila keðjunnar en í samstarfinu felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Ásdís Ósk Valsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Ásdís Ósk Valsdóttir„Heimurinn er orðinn svo lítill og mér finnst svo mikilvægt að við tengjumst erlendum fasteignasölum. Íslendingar eru farnir að vinna út um allan heim og með samstarfinu getum við séð um að útvegað fólki húsnæði utan Íslands hvort sem það vill kaupa eða leigja.“

Eignaskráin er fjölbreytt og telur m.a. þakíbúð í Þýskalandi, strandhýsi á Belís og litla eyju í Karabíska hafinu.

„Það sem mér finnst vera svo spennandi við þetta er að engin önnur fasteignasala á Íslandi getur boðið upp á slíka þjónustu. Það er gífurlegur heiður að hafa verið valin inn í þessa keðju þar sem þeir samstarfsaðilar sem boðin er innganga eru handvaldir. Aðgangsskilyrðin eru mörg en það tók um sex mánuði að fara í gegnum umsóknarferlið. Aðeins ein íslensk fasteignasala fær inngöngu vegna smæðar markaðssvæðisins okkar enda er markmiðið að skapa ríkan samvinnugrundvöll á meðal meðlima keðjunnar. Við erum gífurlega stoltar af því að hafa fengið sérleyfið.“ 

[easymedia-fotorama med=“31678″]

Þjónusta alla leið

Suður Afríka2Ásdís Ósk segir að kostirnir séu margir við að kaupa eða leigja fasteign erlendis í gegnum Húsaskjól. „Ef Íslendingur er til dæmis að flytja til Bandaríkjanna þá getum við aflað ítarlegra upplýsinga hjá okkar tengiliðum um þann raunkostnað sem fylgir því almennt að búa í viðkomandi bæ eða borg. Þá getum við þrengt leitarsvæðið með því að senda upplýsingar um þarfir og óskir viðkomandi svo sem varðandi tegund húsnæðis, hverfi og jafnvel íþróttaiðkun barna í tengslum við val á svæði. Mér finnst frábært að geta boðið þjónustu alla leið – að geta bæði selt eða leigt eign viðkomandi á Íslandi og jafnframt haft milligöngu um að útvega hentugt húsnæði erlendis. Því fylgir auðvitað mikið álag að flytja til útlanda og mér finnst mjög gefandi að hafa aðstöðu til að draga úr því álagi með gagngerri aðstoð við viðskiptavini okkar.“

Leading Real Estate Companies of the World eru með fjölda skrifstofa um allan heim og hafa auk þess tök á að finna réttan fasteignasala erlendis fyrir viðskiptavini jafnvel þótt ekki sé formlegur samstarfsaðili starfandi á viðkomandi svæði. Líkurnar á að hægt sé að veita fólki þjónustu óháð svæði eða landi sem það hyggst flytja til eru því meiri en minni.

Ásdís Ósk segir að þessi alþjóðlega samvinna geri það líka að verkum að Húsaskjól verði jafnframt frekar fyrsta val útlendinga sem flytja til Íslands. „Það má segja að við séum í rauninni með um 120.000 sölumenn sem geta vísað á okkur.“

Í góðum samskiptum við viðskiptavini

Ásdís Ósk stofnaði Húsaskjól fyrir fimm árum eftir að hafa unnið sem fasteignasali hjá RE/MAXí tæp 10 ár. Á því tímabili var hún söluhæsti fasteignasali RE/MAX á Íslandi um árabil.

„Aðalsmerki okkar er að vera með færri viðskiptavini hverju sinni og veita þeim persónumiðaða þjónustu. Við tökum aldrei fleiri viðskiptavini að okkur en svo að við getum veitt hverjum og einum 150% þjónustu. Um leið og við höfum fengið eign til sölumeðferðar opnast allar dyr og getur viðkomandi t.d. hringt í okkur hvenær sem er. Við viljum sinna hverjum og einum óaðfinnanlega. Markmið okkar er að fara fram úr væntingum fólks bæði til þess að tryggja ánægju viðskiptavinarins og sömuleiðis er hann þá líklegur til að vísa öðrum á okkur í kjölfarið.“ Á Húsaskjóli er miklum tíma varið í að þarfagreina hvern viðskiptavin. „Við viljum t.d. vita að hverju hann leitar og hvernig hann vill hafa samskiptin – hvort hann vilji að við hringjum í hann, sendum honum tölvupóst eða verðum jafnvel vinir á Facebook. Sumir vilja lítið áreiti þannig að við höfum þá opið hús einu sinni í viku. Aðrir vilja láta sýna á meðan þeir eru í vinnu eða eru jafnvel að fara í frí til útlanda. Þá fáum við lyklavöldin að húsnæðinu og sýnum eignina þegar þarf. Viðskiptavinurinn stjórnar því í raun hvernig hann vill láta sinna sér. Stærstur hluti okkar viðskiptavina kemur til okkar í gegnum tilvísanir frá öðrum ánægðum viðskiptavinum.“

 Fjölmörg dæmi um að eignir seljist á fyrsta degi

Ásdís Ósk segir að ekki sé síður lögð rík áhersla á að sinna kaupendum vel. Hvort sem um heimili ræðir eða sumarhús sé ávallt miklum tíma varið í að undirbúa eignirnar fyrir sölu.

„Við leggjum mikla áherslu á vandaða gagnaöflun, við viljum að lýsingin sé nákvæm og að eignin sé sýnd í réttu ljósi. Stundum kemur fyrir að við ráðleggjum seljendum að pakka niður dóti og jafnvel að láta mála einn vegg eða svo áður en eignin er sýnd. Einnig býðst seljendum að leita í gagnagrunni kaupenda á skrá hjá fasteignasölunni til að kanna hvort þeir hafi réttu eignina fyrir kaupendur. Það flýtir söluferlinu oft mikið en fjölmörg dæmi eru um að eignir seljist á fyrsta degi eftir söluskráningu.“

Endurmenntun

KöbenMaturStarfsmenn Húsaskjóls eru fimm – allt konur. Ásdís Ósk segir að andinn sé góður á vinnustaðnum og að viðskiptavinum finnist heimilislegt að koma til þeirra, sem sé markmiðið.

Við leggjum mikið upp úr endurmenntun til að viðhalda innanhúsfærni og gera okkur enn betri í starfi. Við erum í vikulegum samskiptum við bandarískan sölu- og markaðsþjálfa sem veitir okkur góð ráð og segir okkur frá því nýjasta í Bandaríkjunum. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur að vita hvað er að gerast í faginu í heiminum svo við getum nýtt það besta og forðast það sem virkar ekki. Mér finnst óþarfi að vera alltaf að finna upp hjólið.“  

Starfsemenn fara einnig reglulega á ráðstefnur erlendis til að sjá og upplifa það helsta í deiglunni.

Ásdís þakkar velgengni stofunnar jákvæðu og uppbyggilegu andrúmslofti á vinnustaðnum. „Okkur finnst mikilvægt að hafa gaman í vinnunni og við hvetjum hver aðrar. Við setjum okkur markmið og þegar þeim er náð verðlaunum við okkur með því að fara í hvataferðir erlendis. Ég held að lykilinn að velgengni sé að hafa gaman af vinnunni og það eru forréttindi að vera umkringdar hæfileikaríkum og skemmtilegum samstarfskonum.“ [easymedia-slider-two med=“31630″] 

 

[table caption=“Hafðu samband – Húsaskjól“ class=“row-fluid“ border=“5″ width=“100%“ colwidth=“50% | 50% “ colalign=“ center | center“]
Hlíðasmári 2 ◦ 201 Kópavogur,[email protected]
www.husaskjol.is,tel: +354 519 2600
[/table]