Húsin við Tjarnargötu

Það eru tvö hús við Tjarnargötu í Reykjavík, þaðan sem öllu er stjórnað. Ráðherrabústaðurinn þar sem ríkisstjórn Íslands fundar, og Ráðhús Reykjavíkur þar sem höfuðborginni er stjórnað. Ráðherrabústaðurinn var upphaflega byggður á Flateyri, vestur á fjörðum af norska hvalveiðimanninum Hans Ellefsen árið 1892. Þegar hvalveiðarnar fóru að daprast um 1900, seldi hann Hannesi Hafstein fyrsta ráðherra íslands húsið fyrir 5 krónur aldamótaárið. Hannes flutti húsið suður til Reykjavíkur tíu árum síðar og var það bústaður forsætisráðherra fram í seinni heimsstyrjöld. Síðan hefur húsið verið fundarstaður ríkisstjórna lýðveldisins, og móttöku staður fyrir tigna gesti. Ráðhús Reykjavíkur, við norðurenda Tjarnargötu er akkúrat 100 árum yngra, en byggingu þess var lokið 1992 og húsið að fullu tekið í notkun tveimur árum síðar. Hönnuðir hússins eru Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda.

Er þetta jólasveinn í miðjum febrúar, að marsera á ísilagðri Tjörninni fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur?

Ráðherrabústaðurinn, Ólafur Thors forsætisráðherra fimm sinnum og formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1934 til 1961 horfir yfir Reykjavíkurtjörn, fyrir framan húsið.

Reykjavík 12/02/2022  09:06-14:54 – A7R III & A7C : FE 200-600 G – FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson