Hvalveiðibátar við Reykjavíkurhöfn

Ísland er fiskveiðiþjóð. En fiskveiðar eru og hafa verið einn af hornsteinum í efnahag landsins, í aldir. Hvalveiðar hafa verið stundaðar hér í yfir 400 ár, en fyrstir komu Baskar og síðan hollendingar á 17. öld. Norðmenn komu hingað 1883, og á næstu 32 árum tókst þeim með ofveiði, að nær útrýma hvölum við Íslandsstrendur. Hvalveiðar voru alfarið bannaðar við Ísland árið 1915.  Eftir seinna stríð byrja íslendingar að veiða aftur hval í smáum stíl, þangað til Alþjóðahvalveiðiráðið bannar alfarið hvalveiðar á heimsvísu, með örfáum undantekningum árið 1986. Síðan hefja íslendingar aftur takmarkaðar hvalveiðar í atvinnuskyni árið 2006. Það hefur ekki verið fullkomin sátt um þessar veiðar, og rétt áður en hvalveiðitímabilið byrjaði nú í sumar, setti Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra umdeilt bann við hvalveiðum til 31. ágúst, fyrst og fremst með velferðar dýranna að leiðarljósi. Nú er bannið ekki lengur í gildi, og ætlaði fyrirtækið Hvalur að hefja veiðar nú i byrjun september, þegar tveir aðgerðarsinnar í skjóli nætur, Elissa Bijon og Anahita Babaei hlekkjuði sig í útsýniskörfu hvalveiðibátanna, sem liggja í Reykjavíkurhöfn. Þó nokkur hópur fólks, stuðningsfólk, forvitnir einstaklingar, fréttamenn og lögreglan voru á staðnum, eins og Land & Saga. Það var engan bilbug að finna á mótmælendunum, eftir sólahrings vist í tunnunni. Önnur matar og drykkjarlaus.

Aðgerðarsinnarnir Elissa Bijon og Anahita Babaei í körfu hvalveiðibátanna

Erlendir og innlendir miðlar, miðla fréttum af gangi mála

Hvalaskoðunarbátar til hægri, hvalveiðiskip efst til vinstri

Hvalveiðiskipin lengst til hægri

Lögreglan á svæðinu

Allar fréttastofur landsins á svæðinu

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Jökulsárlón  04/09/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z