Hvít jól um allt land

Hvít jól um allt land

Það var fallegt að horfa í suðurátt frá Efstaleiti í Reykjavík, yfir Kópavog að Reykjanesi milli tvö og þrjú í dag
Jólalegt, vetrarlegt á Ólafsfirði … Pálshús safn og fræðarsetrið í bakgrunni (myndin tekin 2021)

Það voru hvít jól um allt land. Þótt samgöngur hafi verið erfiðar milli landshluta, vegalokanir og snjókoma, gekk jólahald að mestu leyti vel. Það eru rétt tæplega helmings líkur á hvítum jólum í Reykjavík samkvæmt samantekt samantekt Veðurstofu Íslands, á jóladegi síðustu 100 árin. Mestur snjór var fyrir 40 árum síðan, árið 1982, þegar 30 cm jafnfallinn snjór lá yfir höfuðborginni á jóladag. Hér er til orðatiltæki; Rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar, sem felur í sér þá þjóðtrú að væri jörð auð um jól, yrði snjór um páska og ögugt. Á næsta ári er páskadagur, þann 9. apríl, og rauður (auð jörð) samkvæmt þjóðtrúnni.

Ljósmynd : Páll Stefánsson

A7R III : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM