Í friði og ró

Það var fyrir 183 árum, árið 1838 þegar fyrsti einstaklingurinn, Guðrún Oddsdóttir fædd 1780 var lögð til hvílu í nýjum kirkjugarði í Reykjavík, Hólavallargarði. Hún er vökukona, verndari þessa fallega kirkjugarðs í vesturborginni. Björn Th Björnsson listfræðingur kallaði garðinn „stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur“ . Garðurinn sem var tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2005, er ótrúleg heimild um list- og táknfræði, ættfræði, stefnur í byggingarlist, handverk og garðyrkju þjóðar sem var að verða til. Árið 1932 var búið að úthluta nær öllum gröfum í garðinum og tekur þá Fossvogskirkjugarður við sem aðal kirkjugarður höfuðborgarinnar.

Það fylgir því ró að reika um Hólavallagarð og líta til baka. Skarkali miðborgarinnar er aðeins í fimm mínútna göngufjarlægð frá garðinum.

Reykjavík 02/09/2021 18:01 : A7R IV / FE 1.8/14mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson