Í miðjum miðbænum

Í miðjum miðbænum

Hverfisgatan sem liggur norðan við og samsíða Laugavegi aðal verslunargötu Reykjavíkur, er og var alltaf litli fátæki bróðurinn. Og þó, neðst og vestast eru bæði Safnahúsið / Þjóðmenningarhúsið og Þjóðleikhúsið. Síðan eru við götuna bæði Bjarnaborg og Danska sendiráðið, ásamt nýju glæsilegu hóteli, Canopy by Hilton, sem stendur ská á móti sendiráðinu. Við miðja götuna eru síðan lítil bárujárnshús frá lokum 19. aldar, og Bíó Paradís, þar sem kvikmyndaunnendur geta séð úrvalsmyndir frá öllum heimshornum. Hverfisgatan liggur frá Lækjartorgi, þar sem Stjórnarráðið, skrifstofa forsætisráðherra er á horninu við Arnarhól að Hlemmi, aðalskiptistöð Strætó í höfuðborginni. Gatan fékk formlega nafn árið 1898, og er kennd við Skuggahverfið, sem liggur norðan við götuna, alveg niður að sjó. 

Horft frá Arnarhóli á vestasta hluta og byrjun Hverfisgötu við Lækjartorg. Stjórnarráðið lengst til hægri.

 

Danska sendiráðið byggt 1913, og hefur verið sendiráð konungsríkisins síðan 1919
Fremst er hús Bókagerðarmanna, byggt af Jóni Magnússyni forsætisráðherra árið 1912, síðan Þjóðleikhúsið og síðan Safnahúsið
Sýningargluggi á einni þekktustu verslun í lýðveldinu, Fornbókaverslunin Bókin, á horni Hverfisgötu og Klappastígs
Litrík Hverfisgatan, Bjarnaborg aftan við bílastæðahúsið á Vitatorgi var byggt 1901-1902

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 11/04/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z