Isavia hyggur á stækkun í Keflavík
Aukning í ferðaþjónustu leiðir til nýrra áætlana hjá Isavia

isavia_gudni_sigurdssonTími Íslands er svo sannarlega kominn. Ferðalangar fá greinilega hvergi nóg af heillandi náttúru landsins og ferðaþjónustan vex hröðum skrefum í umfangi. Isavia er fyrirtækið sem sér um rekstur alþjóðaflugvallarins og flugstöðvarinnar í Keflavík. Fyrirtækið upplýsir nú að um sumartímann fljúgi nú alls 25 flugfélög til 80 áætlunarstaða til og frá Keflavíkurflugvelli. Sjónir manna beinast nú að vetrartímanum. „Við höfum einbeitt okkur sterklega að vetrarmánuðunum og þeim sem fljúga hingað og héðan allt árið um kring. Við höfum aukið fjölda þeirra flugfélaga sem gera það úr tveimur árið 2006 í tólf nú á þessu ári 2016,“ segir Guðni  Sigurðsson Upplýsingafulltúi Isavia.
Aukning í fjölda fluga verslunarsvaedid_2015_2
Fjölgunin hefur verið afar hröð. „Það er búin að vera mikil áskorun fyrir starfsfólk okkar að halda í við 260 prósenta aukingu frá 2009 en við höfum unnið hörðum höndum og búum að jákvæðum starfsmönnum bæði hjá Isavia og öðrum fyrirtækjum sem sinna þjónustu við flugvöllinn,“ segir Guðni. „Það er mjög krefjandi að veita farþegum þannig þjónustu að þeir séu mjög ánægðir á sama tíma og vöxturinn er svona hraður um margra ára skeið.“ Kannanir alþjóðlegra úttektaraðila á gæðum flugvalla (Airport Council International Airport Service) sýna að starfsfólk Keflavíkurflugvallar leggur mikið á sig til að halda flughöfninni á hæsta þjónustustigi þrátt fyrir að álagið sé mikið. kef-uti-gangur
Flugvallaráætlun
Isavia hefur nú lagt fram viðamikla áætlun til að mæta þeim kröfum sem fylgja aukinni umferð um flugvöllinn. „Já, við höfum mikil áform á prjónunum sem snúa að því að stækka flugvöllinn,“ segir Guðni. „Við höfum kynnt Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar sem verður okkar helsti vegvísir til ársins 2040. Hún er mjög metnaðarfull.“
Þessa dagana vinnur Isavia að þróuninni á þrjá vegu. Í fyrsta lagi er unnið að endurbótum á flugbrautunum þar sem skipt er um klæðningu á þeim báðum, gerðar eru akbrautir fyrir flugvélar út af flugbrautum og bætt við nýjum flugvélastæðum og rönum þar sem farþegar geta gengið inn og út úr vélum við flugstöðina. Til viðbótar við þær framkvæmdir sem nú verður farið af stað í, og eru samkvæmt Þróunaráætluninni, þá hefur fyrirtækið hafið undirbúning þess að byggja við og lengja komu- og brottfararhluta flugstöðvarinnar bæði til austurs og norðurs. Þetta mun nærri tvöfalda afkastagetu flugvallarins. „Við stefnum á að hefja byggingu við stækkun þessara hluta árið 2018,“ segir Guðni. rvkflugstjorn_madur_kona_rgb_ta_expnever_824
Uppfærð tækni
Isavia fylgist grannt með tækninýjungum og fyrirtækið stefnir á að nýta prófaðar tæknilausnir sem miða að því að auðvelda flæði farþega gegnum flugstöðina og draga úr biðtíma þeirra. „Við erum að bæta sjálfvirkni á öllum stigum í flugstöðinni,“ segir Guðni. „Sjálfvirkum innritunarstöðvum fjölgar hratt ásamt hliðum þar sem fólk getur sjálft afhent sinn farangur, sjálfvirkni er tekin upp í aflestri á innritunarspjöldum auk þess sem sjálfvirkni eykst hratt í öryggisþáttum. Á næsta ári munum við kynna til leiks ný og sjálfvirk landamæragæslu- og innritunarhlið.“