ISK / íslenska krónan

Íslenska krónan var fyrst gefin út af Landsbanka Íslands árið 1876, á föstu gengi gagnvart dönsku krónunni. Það hélst fram að fyrri heimstyrjöldinni, síðan hefur verðgildi íslensku krónunnar fallið, er svo komið að íslenska krónan er bara 1/2000 af verðgildi dönsku krónunar miðað við gengið 1921, fyrir hundrað árum. Seðlabanki Íslands var stofnaður árið 1961 og hefur einkarétt á útgáfu og sölu lögeyris á Íslandi. Fyrir 40 árum, árið 1981 var gerð myntbreyting, þar sem tvö núll voru tekin af krónunni, 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu. Fyrir 20 árum, í mars 2001 var tekin upp flotgengisstefna þar sem verðlanging íslensku krónunnar var gefið frjálst í gjaldeyrisviðskiptum. Síðan þá hefur verðgildi krónunnar verið nokkuð stöðugt, fyrir utan haustið 2008, þegar verðgildið féll um næstum helming í bankahruninu. Krónan hefur nú náð aftur sínum fyrri styrk, þökk sé fjölgun ferðamanna og öflugum útflutningi á áli og sjávarfangi.

Hús Seðlabanka Íslands (til hægri) stendur á norðanverðum Arnarhól. Þar starfa nú 298 manns, 155 karl og 143 konur. Harpa, menningar og ráðstefnuhúsið er til vinstri á myndinni. 

Reykjavík 04/11/2021 17:44 – A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson