Jæja… Guðjón

Jæja… Guðjón

Listamaðurinn Guðjón Ketilsson (1956) er með yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril hans, enda er hann er í dag einn af lykilpersónum í íslenskri myndlist. Sýningin heitir Jæja. Eitt og sér merkir jæja í íslenskri tungu ekki nokkurn skapaðan hlut. Hver og einn getur gert orðið að sínu, með áherslum og samhengi þannig að jæja öðlast merkingu. Á þessari yfirlitssýningu er von á ýmsu. Öll verkin eru í mannlegum skala, sem spretta úr samspili hugar og handar eins og segir í sýningarskrá. Virkilega flott sýning sem stendur til 15 janúar 2023. 

Frá sýningu Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum
Frá sýningu Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum
Frá sýningu Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum
Frá sýningu Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum
Frá sýningu Guðjóns Ketilssonar á Kjarvalsstöðum

Reykjavík 24/10/2022 : A7C – FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson