JÓGA OG GONGSLÖKUN
Viðey
Þriðjudag 30. júní kl. 19:30 – 21:00

Jogaganga i VideyÞað er endurnærandi að stunda jóga í hressandi sjávarloftinu í Viðey með fagra fjallasýnina allt um kring. Þriðjudagskvöldið 30. júní fáum við til okkar Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur* til að leiða gönguna og gera styrkjandi jógaæfingar undir beru lofti. Við endum gönguna með slökun hjá Friðarsúlunni undir hinum mögnuðu tónum gongsins. Gongslökun nýtur sívaxandi vinsælda en heilandi tónar þessa hljóðfæris hjálpa okkur kyrra hugann og ná djúpslökun.

Siglt verður frá Skarfabakka kl. 18.15 og 19.15 en gangan hefst 19.30. Það er upplagt fyrir þá sem vilja fá sér léttan kvöldverð í Viðeyjarstofu fyrir göngu að taka fyrri ferjuna. Göngunni lýkur við Viðeyjarstofu og munu gestir hafa tíma til þess að kaupa sér veitingar áður en báturinn siglir til baka kl. 21:00.

Þátttakendur eru beðnir um að koma klæddir eftir veðri og í góðum skóm. Gott er að hafa með sér vatnsbrúsa en ekki þarf að taka með sér jógadýnur. Þátttakendur á öllum aldri eru velkomnir og ekki er nauðsynlegt að hafa stundað jóga áður.

GONG_hafidSjá nánar á www.videy.com

*Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er reyndur kundalini jógakennari og kennir bæði börnum og fullorðnum. Hún býður upp á gongheilun, jóga fyrir barnshafandi konur, jóga í sundi og er bowen tæknir. Hún gaf út bókina Hin sanna náttúra árið 2013. Bókin vísar veginn að fallegum stöðum í náttúrunni til þess að stunda jóga og hugleiðslu og þar má meðal annarra staða finna Viðey.

Borgarsögusafn Reykjavíkur
Grandagarði 8
101 Reykjavík
S: 411 6300
[email protected]
www.borgarsogusafn.is