I

Altaristaflan í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Ljósmynd Gunnar H. Þorsteinsson

Prestssetrið Saurbær á Hvalfjarðarströnd er um sögufrægð sérstætt meðal sögustöðva lands vors. Yfir því hvílir enginn ljómi frá fornöld vorri, í líkingu við Borg á Mýrum og Reykholt, Bergþórshvol og Hlíðarenda. Þó að í Saurbæ hafi um aldaraðir búið klerkar og ýmsir þeirra merkir og mikilhæfir, þá standa svo margir staðir þar jafnt að vígi og sumir framar, að þetta eitt mátti eigi gagna til frægðar, nema eitthvað sérstakt kæmi til. En hér bregður svo furðulega við, að þetta „sérstaka“ er fyrir hendi. Prestssetrið í Saurbæ hefir unnið sér frægð, sem mun reynast varanleg, meðan íslenzk hjörtu bærast og íslenzk tunga er töluð. En sú frægð var ekki reist á grunni ríkidæmis eða mannaforráða, hún er ekki endurskin frá glæsilegu tímabili í sögu vorri. A þeirri öld, er einna dimmust var á þúsund ára vegferð þjóðar vorrar, gegndi embætti í Saurbæ um sextán ára skeið klerkur einn, er um upphefð í venjulegum skilningi stóð ekki framar en fjöldi starfsbræðra hans. En í kyrrþey vann hann afrek, sem einstakt má kalla, jafnt um ágæti þess í sjálfu sér sem um gildi þess og áhrif meðal síðari kynslóða. Öllum er ljóst, að hér er átt við sira Hallgrím Pétursson og Passíusálma hans. Í þeim sálmum er með snilld mikils trúarspekings túlkuð hin dýpsta reynsla andlegs lífs, sannindi sem halda óbreytanlegu gildi sín allan aldur, hversu sem tímar og viðhorf manna á ymsum efnum kunna að breytast. Fyrir því eru Passíusálmarnir sem nýir enn í dag, þótt þar sé til vor talað með málfari liðinnar aldar. Og „ljós er þar yfir , sem slíkur snillingur bjó og þvílíkt afrek var unnið. Meðan andleg reynsla, tileinkun eilífra sanninda, er stunduð og að verðleikum metin með þjóð vorri, verður Saurbær á Hvalfjarðarströnd einn vor helgasti sögustaður.

Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfirði er helguð minningu sr. Hallgríms Péturssonar sem þar var prestur 1651 til 1669. Guðríður Símonardóttir, sem var meðal hinna 242 ánauðugu frá Vestmannaeyjum 1627. Hún var ein hinna fáu, sem Danakonungi tókst að kaupa lausa. Hún varð eiginkona séra Hallgríms. Guðjón Samúelsson teiknaði fyrstu gerð að kirkjunni og voru undirstöður steyptar eftir hans teikningu. Árið 1953 teiknuðu Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson nýja kirkju. Kirkjan er steinsteypt og klædd múrsteini að innan. Þakið er koparklætt. Turninn er 20 metra hár. Gerður Helgadóttir gerði glerlistaverk kirkjunnar en verk hennar eru sótt í Passíusálmana. Finnskur listamaður Lennart Segerstråle gerði fresku sem er í stað altaristöflu. Á altari er róðukross sem talinn er frá því um 1500. Róðukrossinn var í kirkju Hallgríms á 17. öld. Krikjan var vígð 1957. Gamla kirkja í Saurbæ, sem byggð var 1878, stendur nú í Vindáshlíð í Kjós.

Kalastaðir: Þegar þau Jón Þorsteinsson og Sesselja Jónsdóttir hófu búskap á Kalastöðum, var að fara í hönd erfiðasti harðindakaflinn á seinni hluta nítjándu aldar. Fyrsti vetur þeirra þar var frostaveturinn mikli (1880—81), þegar ísalög voru slík, að gengið var af Akranesi til Reykjavíkur.

II

Nær því 300 ár eru liðin síðan er Hallgrímur Pétursson var prestur í Saurbæ. Lengst af þeim tíma var líf þjóðar vorrar fábreytt og fátæklegt, að því er hin ytri efni varðar. Orsakir þessa umkomuleysis, svo og afleiðingar þess, einkum þegar út af bar um árferði og öflun bjargræðis, eru alkunnar og verða eigi raktar hér. En hætt er við að núlifandi kynslóð, sem við svo gerólík kjör hefir átt að búa, geri sér ekki ljóst, hversu mikið andlegt afrek þjóðin vann með því að veita þvílíkt viðnám sem raun ber vitni um, gegn þeim þrautum, er hana hrjáðu, né heldur hvað það var, sem gaf henni þrekið og viðnámsþróttinn. Geymir þó saga vor glögga vitnisburði um þau efni og mætti nefna þeirra mörg dæmi. Vart mun hægt að hugsa ser, að í öllu meira megi reyna á þol nokkurrar þjóðar, andlega eða líkamlega, án þess að hún bíði af því varanlegan og óbætanlegan hnekki, en hér gerðist í Móðuharðindunum, einkum þegar gætt er hinnar langvinnu þrautareynslu, sem á undan var gengin. En eigi leið nema hálf öld frá þessari eldraun þjóðlífs vors til þess er Jónas Hallgrímsson dró upp, í orðhofi tungu vorrar, hljómi gæddar myndir af glæsilegu þjóðlífi, og þjóðin horfði og hlýddi hugfangin:

Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.

Það sannaðist hér og staðfestist enn betur síðar, í frelsisbaráttu vorri undir merki Jóns Sigurðssonar og í eflingu bókmennta, atvinnulífs og félagssamtaka, að þjóð vor hafði um liðnar aldir, hversu sem að kreppti, varðveitt þann heilaga eld innra lífs, sem skapar gróandi þjóðlíf jafnskjótt og hann er úr læðingi leystur. Að öðrum kosti hefði þjóðin eigi megnað að taka viðfangsefni hins nýja tíma jafnskjótum og sterkum tökum, miðað við aðstæður, eins og raun varð á. En þessi sögulega staðreynd minnir oss á það, sem oss hættir um of við að gleyma, að mikil er þakkarskuld vor við þær kynslóðir, sem varðveittu glóð hins andlega lifs á dimmustu niðurlægingaröldum sögu vorrar. Jafnframt lýsir þessi minning oss fram á veg hins ókomna tíma, sannar oss,að ávallt er von til að birti á ný, þótt syrti í lofti um skeið, svo framarlega sem

andinn lifir æ hinn sami,
þótt afl og þroska nauðir lami.

III

Vér viðurkennum þakkarskuld vora við þær kynslóðir, er á vegferð sinni háðu hið harðasta stríð, sem saga vor kann frá að greina. En um leið minnumst vér þess, að þjóð, sem svo er ástatt fyrir, getur vart varðveitt viðnáms-þrek sitt, geymt sigurafl sitt svo lengi í dróma umkomuleysis, nema hjálp komi til, leiðsögn, sem varpi ljósi yfir hina dimmu braut, svo að leitandi hugur megi finna eitthvað af því, sem gefur lífinu fegurð og gildi. Það var hin mikla bót í böli þjóðar vorrar, að hún öðlaðist þvílíka leiðsögn og færði sér hana í nyt. Sagnaandinn forni lifði með þjóðinni, rímlistin jafnan nærtæk og ljóðasmekkur alþýðu furðu næmur, en undir niðri bjó, blandin þeim trega, er þungbær örlög skapa, þráin eilífa eftir lausn á vandaspurningum lífsins. Fyrir því fann trúarreynsla prestsins og skáldsins í Saurbæ, sú er hann túlkaði í Passíusálmunum, svo næman hljómgrunn hjá þjóðinni, var íhuguð til hlítar, gefin í arf og endurlífguð með hverri kynslóð, samþýdd lífi og reynslu hvers tíma. Þau mundu hafa reynzt sönn um marga fyrri tíðar menn, sem eitthvert bókaval höfðu, orð Matthíasar Jochumssonar um Guðbrand Vigfússon á hans banabeði:

Hávamál nær höfði,
Heimskringla nær brjósti.
En við hjartað hvíldu
Hallgríms ljóðin dýru.

Þegar vér, sem nú lifum, einkum þeir af oss, sem muna síðari eða síðustu tugi næstliðinnar aldar, íhugum og metum með tilhlýðilegri auðmýkt og þakklátssemi hið andlega vegarnesti, er oss var aff heiman gefið, þá megum ver finna, að „ljós, er lýsti aldir tvær“, logaði en á arni heimila vorra fyrir nokkrum áratugum og veitti oss varma og birtu, sem vér kennum enn hið innra með oss og vildum gjarnan hafa glætt betur en raun hefir á orðið. Eins og Jón biskup Ögmundsson minntist jafnan Ísleifs biskups fóstra síns, er hann heyrði góðs manns getið, eins mega þær minningar, er vér geymum að heiman, benda oss lengra til baka, leiða oss að fóskör trúarskáldsins í Saurbæ. í heimi andlegrar reynslu skapa skyld viðhorf nálægð, þó að aldir skilji.

IV

Hallgrímur Pétursson er höfundur Passíusálmanna. En þeir eru jafnframt eign kynslóðanna, sem hafa lesið þá, sungið og numið, auðgað og dýpkað með þeim andlega reynslu sína. Vér komum í anda að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd fyrir tæpum 300 árum og vér komum á sama hátt inn í kyrrlátan sveitabæ á útlíðanda vetri fyrir 50 árum. Huga vorum er beint að hinu sama efni á báðum stöðum. Sögur eru lesnar, ljóð eru numin, en æðsta rúm skipar harmsagan mikla, sem nátengd er hinni mestu fagnaðarvon lifsins, píslarsaga drottins Jesú Krists, í þeim búningi, er Hallgrímur gaf henni. Vér finnum að áhrifin, sem mæta oss á báðum stöðum, eru furðu lík. Trúarskáldið í Saurbæ á seytjándu öld og alþýðumaðurinn um lok nítjándu aldar eru samtíðarmenn, andlegir bræður, að því er varðar viðhorf þeirra gagnvart hinni æðstu opinberun, sem heimi vorum er gefin. Því er það, að þegar vér minnurast annars þeirra, kemur oss hinn í hug. Þakkarskuld vor við báða er svo mikil, að oss er eigi auðvelt að greina, hvor sé stærri. Vér erum lítils megnugir um að greiða þá skuld, en hitt er oss í sjálfsvald sett: að syna einhvern lit á að viðurkenna hana. Vér finnum, að það er eigi um of, að útgáfa af Passíusálmunum sé sérstaklega, en án alls yfirlætis, helguð þeim, sem þágu þá að gjöf og auðnaðist að njota þeirra vel, á þeim tíma, er aldarandinn hélzt enn í því jafnvægi, sem er svo mikilvægt fyrir samfellda blómgun andlegs lífs einstaklinga og þjóðar.

V
Þeirri útgáfu Passíusálmanna, sera hér kemur fyrir almenningssjónir, fylgir lykill að orðum og hugtökum, með tilvísunum til sálms og erindis, þar sem þau koma fyrir. Hefir síra Björn Magnússon professor gert þennan lykil af mikilli alúð og vandvirkni. Mun mörgum unnendum Passíusálmanna þykja góður fengur í slíkum bókarauka, ef eigi vegna sjálfs sín, þá vegna þeirra, sem skemmra eru á veg komnir um tileinkun efnis og orðavals sálmanna. Sú var tíðin, að margt var þeirra, karla og kvenna, með þjóð vorri, sem áttu í huga sínum fullkominn lykil að Passíusálmunum, þ. e., kunnu þá utanbókar og höfðu þann veg spekimál þeirra tiltæk, sjálfum sér og öðrum til íhugunar og lærdóms, eigi aðeins á miklum reynslustundum, heldur einnig í hinum smáu, fleygu atvikum daglegs lífs. Nú er þessu vart til að dreifa lengur. Er margt sem veldur, og verður eigi rakið her. En lykill sá, sem nú fylgir Passíusálmunum, á að gera greiðara um að rif ja upp og finna fljótlega orðskviði eða erindi, sera hugur hvarflar að hverju sinni. Veitir þá bókin sjálf, eftir því sem verða má, þá leiðsögn, sem kennendur hvers heimilis létu fyrrum í té.

VI
Það er minning og viðurkenning um mikla þakkarskuld, sem hefir vakið þá hugkvæmd að fá saminn orðalykil að Passíusálmunum. Er útgáfa hans ásamt með sálmunum sérstaklega helguð minningu hjónanna Jóns Þorsteins- sonar og Sesselju Jónsdóttur á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Hafa börn þeirra hjóna átt frumkvæði að þessari útgáfu og stuðlað að því, að henni fylgdi lykill og greinargerð. Hversu sem til kann að takast um þann hlut, sem sá, er þetta ritar, á að útgáfu þessari, þá er það víst, að fyrir þeim systkinum vakti það eitt að gera hana sem bezt úr garði, um leið og hún er, frá þeirra hendi, vottur þakklátrar minningar, jafnt um ógleymanlega foreldra sem um fágætan þjóðmæring. En auk þess hníga tvenn rök að því, að vel fer á, að þessara hjóna sé minnzt í sambandi við útgáfu af Passíusálmum. Þau unnu þeirri bók af alhug, tileinkuðu sér kostgæfilega efni hennar, og andleg reynsla trúarskáldsins, sem þar er túlkuð, varð mikill aflgjafi í lífi þeirra. Á mótun æsku- og starfsára dvöldu þau í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, bundust þar ævilöngum tryggðum og bjuggu síðan hátt upp í hálfa öld á næsta bæ við Saurbæ. Sem sóknarbörn og með kirkjulegu starfi voru þau um öll þessi ár, og að vísu frá barnæsku, tengd þeim stað, þar sem síra Hallgímur Pétursson söng helgar tíðir.

Hér á eftir verða nokkuð raktar ættir og getið æviatriða þessara hjóna. Að sjálfsögðu er þar ekki um ítarlega ævisögu að ræða né fullkomna mynd af lífi 0g lífsbaráttu. Auk þess sem það tæki of mikið rúm, þá brestur mig, er þetta rita, þann nána persónulega kunnugleika, sem er svo ómissandi, þegar greina skal frá ævi þeirra, sem háð hafa mikla lífsbaráttu við kyrrlát og fábreytt kjör. Verður hér stuðzt við frásögn nokkurra nákunnugra manna. Ber fyrst að nefna minningar um þau hjón, er síra Einar sál. Thorlacius ritaði skömmu fyrir andlát sitt og lét eftir sig í handriti, en hann var sóknarprestur þeirra og nágranni um langt skeið. Um ættmenn Kalastaðahjóna hefi ég þegið mikinn fróðleik hjá Ólafi Þorsteinssyni frá Kambshól, bróður Jóns á Kalastöðum, sem enn er minnugur og gjörhugull, þótt nú standi hann á níræðu. Annarra heimilda verður getið síðar, er ástæða þykir til.

VII

Jón Þorsteinsson

Jón Þorsteinsson var fæddur 4. maí 1849 í Kambshól í Saurbæjarsókn. Foreldrar hans voru Þorsteinn bóndi Jónsson (bónda s. st., Þorsteinssonar í Arnþórsholti Guðmundssonar) og kona hans, Sigrún Oddsdóttir. Bjuggu þau Þorsteinn og Sigrún í Kambshól til ellidaga, en alls bjó þessi ættleggur þar í nær heila öld óslitið (1820—1914). Þorsteinn í Kambshól lézt 29. apríl 1897, nær 93ja ára að aldri, en Sigrún, kona hans, sem var seytján árum yngri, var þá látin fyrir sjö árum.

Sigrún í Kambshól var dóttir Odds bónda á Reykjum í Lundarreykjadal, Jónssonar, bónda í Stóra-Botni, Ísleifssonar, og síðari konu hans Guðrúnar (yngri) Sigurðardottur frá Asgarði í Grímsnesi, Ásmundssonar. Meðal systkina Guðrúnar voru síra Jon á Rafnseyri, afi Jóns forseta Sigurðssonar, og Salvör, amma síra Tómasar Sæmundssonar. Voru þessir menn og Sigrún í Kambshól þannig þremenningar. Jón ísleifsson er talinn sjöundi maður í beinan karllegg frá Narfa ábóta á Helgafelli, Ívarssyni. Bjuggu fimm hinir elztu þessara niðja Narfa í Hvammi í Kjós um 200 ár. Ólafur Narfason, er þar bjó fyrstur þessara ættmanna, átti Sólveigu Bjarnadóttur, Andréssonar, Guðmundssonar ríka á Reykhólum Arasonar. Síðar mægðist ættin við Orm gamla, sýslumann í Eyjum, Vigfússon (sýslumanns á Kalastöðum Jónssonar ), er Ólafur Ólafsson, faðir Ísleifs í Botni, átti Ragnheiði Þórðardóttur, Ormssonar. En kona Ísleifs var Ingibjörg Jónsdóttir frá Flekkuvík, Árnasonar, Pálssonar prests í Klausturhólum, Jónssonar prests hins fróða í Hrepphólum Egilssonar. Kona Jóns Árnasonar var Margrét Daðadóttir, prests í Steinsholti Halldórssonar. En síra Daði er öllum nokkuð kunnur af sögu Brynjólfs biskups Sveinssonar. Systir Odds á Reykjum var Ingibjörg, kona Bjarna Hermannssonar í Vatnshorni, en Kristínu dóttur þeirra átti Bjarni Bjarnason á Esjubergi. Mun Ingibjörg Bjarnadóttir frá Esjubergi, kona Þorláks O. Johnsens, hafa borið nafn ömmu sinnar.

Kona Odds á Reykjum og móðir Sigrúnar í Kambshól var Kristrún Davíðsdóttir, lögréttumanns á Fitjum í Skorradal, Bjdrnssonar lögmanns, Markússonar sýslumanns í Ögri Bergssonar. Er þaðan beinn karlleggur valdamanna og storbænda til Geirmundar Herjólfssonar, er átti Guðrúnu Ólafsdóttur „tóna „(d.1393) Þorleifssonar. Kona Markúsar sýslumanns var Elín Hjaltadóttir prófasts í Vatnsfirði Þorsteinssonar, en móðir Markúsar var Guðrún Markusdóttir frá Stokkseyri, og er þá karlleggur auðrakinn til Torfa sýsluanns í Klofa og þaðan til Lofts ríka á Möðruvöllum Guttormssonar.

Kona Daviðs á Fitjum var Þóra Snæbjarnardóttir, prests á Lundi, Þorvarðarsonar, 0g var Davíð þriðji maður hennar. Meðal barna Odds og Kristrúnar , auk Sigrúnar, Brynjólfur bókbindari og skáld í Reykjavik.

þeirri bók af alhug, tileinkuðu sér kostgæfilega efni hennar, og andleg reynsla trúarskáldsins, sem þar er túlkuð, varð mikill aflgjafi í lífi þeirra. A raótum æsku- og starfsára dvöldu þau í Saurbæ; á Hvalfjarðarströnd, bundust þar ævilöngum tryggðum og bjuggu síðan hátt upp í hálfa öld á næsta bæ við Saurbæ. Sem sóknarbörn og með kirkjulegu starfi voru þau um öll þessi ár, og að vísu frá barnæsku, tengd þeim stað, bar sem sira Hallgímur Pétursson söng helgar tíðir.

Hér á eftir verða nokkuð raktar ættir og getið æviatriða þessara hjóna. Að sjálfsögðu er þar ekki um ítarlega ævisögu að ræða né fullkomna mynd af lífi 0g lífsbaráttu. Auk þess sem það tæki of mikð rúm, þá brestur mig, er þetta rita, þann nána persónulega kunnugleika, sem er svo ómissandi, þegar greina skal frá ævi þeirra, sem háð hafa mikla lífsbaráttu við kyrrlát og fábreytt kjör. Verður hér stuðzt við frásögn nokkurra nákunnugra manna. Ber fyrst aS nefna minningar um þau hjón, er síra Einar sál. Thorlacius ritaði skömmu fyrir andlát sitt og lét eftir sig í handriti, en hann var sóknarprestur þeirra og nágranni um langt skeið. Um ættmenn Kalastaðahjóna hefi ég þegið mikinn fróðleik hjá Ólafi Þorsteinssyni frá Kambshól, bróður Jóns á Kalastöðum, sem enn er minnugur og gjörhugull, þótt nú standi hann á níræðu. Annarra heimilda verður getið síðar, er ástæða þykir til.

VII

Jón Þorsteinsson var fæddur 4. maí 1849 í Kambshól í Saurbæjarsókn. Foreldrar hans voru Þorsteinn bóndi Jónsson (bónda s. st., Þorsteinssonar í Arnþórsholti Guðmundssonar) og kona hans, Sigrún Oddsdóttir. Bjuggu þau Þorsteinn og Sigrún í Kambshól til ellidaga, en alls bjó þessi ættleggur þar í nær heila öld óslitið (1820—1914). Þorsteinn í Kambshól lézt 29. apríl 1897, nær 93ja ára að aldri, en Sigrún, kona hans, sem var seytján árum yngri, var þá látin fyrir sjö árum.

Sigrún í Kambshól var dóttir Odds bónda á Reykjum í Lundarreykjadal,Jónssonar, bónda í Stóra-Botni, Ísleifssonar, og síðari konu hans Guðrúnar (yngri) Sigurðardottur frá Asgarði í Grímsnesi, Ásmundssonar. Mefíal systkina Guífrúnar voru síra Jon á Rafnseyri, afi Jóns forseta Sigurffssonar, og Salvör, amma síra Tómasar Sæmundssonar. Voru þessir menn og Sigrún í Kambshól þannig þremenningar. Jón ísleifsson er talinn sjöundi maður í beinan karllegg frá Narfa ábóta á Helgafelli, Ívarssyni. Bjuggu fimm hinir elztu þessara niðja Narfa í Hvammi í Kjós um 200 ár. Ólafur Narfason, er þar bjó fyrstur þessara ættmanna, átti Solveigu Bjarnadóttur, Andréssonar, Guðmundssonar ríka á Reykhólum Arasonar. Síðar mægðist ættin við Orm gamla, sýslumann í Eyjum, Vigfússon (sýslumanns á Kalastöðum Jónssonar), er Ólafur Ólafsson, faðir Ísleifs í Botni, átti Ragnheiði Þórðardóttur, Ormssonar. En kona Ísleifs var Ingibjörg Jónsdóttir frá Flekkuvík, Árnasonar, Pálssonar prests í Klausturhólum, Jónssonar prests hins fróða í Hrepphólum Egilssonar. Kona Jóns Árnasonar var Margrét Daðadóttir, prests í Steinsholti Halldórssonar. En síra Daði er öllum nokkuð kunnur af sögu Brynjólfs biskups Sveinssonar. Systir Odds á Reykjum var Ingibjörg, kona Bjarna Hermannssonar í Vatnshorni, en Kristínu dóttur þeirra átti Bjari Bjarnason á Esjubergi. Mun Ingibjörg Bjarnadóttir frá Esjubergi, kona Þorláks O. Johnsens, hafa borið nafn ömmu sinnar.

Kona Odds á Reykjum og móðir Sigrúnar í Kambshól var Kristrún Davíðsdóttir, lögréttumanns á Fitjum í Skorradal, Björnssonar lögmanns, Markússonar sýslumanns í Ögri Bergssonar. Er þaðan beinn karlleggur valdamanna og storbænda til Geirmundar Herjólfssonar, er átti Guðrúnu Ólafsdóttur „tóna “ (d. 1393) Þorleifssonar. Kona Markúsar sýslumanns var Elín Hjaltadottir prófasts í Vatnsfirði Þorsteinssonar, en móðir Markúsar var Guðrún Markusdóttir frá Stokkseyri, og er þá karlleggur auðrakinn til Torfa sýslumanns í Klofa og þaðan til Lofts ríka á Möðruvöllum Guttormssonar.

Kona Davíðs á Fitjum var Þóra Snæbjarnardóttir, prests á Lundi, Þorvarðarsonar, 0g var Davíð þriðji maður hennar. Meðal barna Odds og Kristrúnar, auk Sigrúnar, Brynjólfur bókbindari og skáld í Reykjavik.

VIII

Þau Þorsteinn og Sigrún í Kambshól eignuðust níu börn. Tvö þeirra, Oddur og Kristrún, dóu í bernsku. Tveir synir þeirra, Þorsteinn bóndi í Kambshól (d. 1938) og Guðmundur í Görðum (d. 1882), voru ókvæntir, og ein dóttir, Sigríður á Geitabergi (d. 1932) var ógift, og þessi öll barnlaus. Önnur börn þeirra, auk Jóns, sem var elztur systkina sinna, voru: Þóra (d. 1929), átti Þórð Erlendsson á Glammastöðum og Akranesi, Magnús, bóndi á Hurðarbaki og í Kambshól (d. 1914) og Ólafur trésmiður, yngstur systkinanna, nú hjá dóttur sinni og tengdasyni í Reykjavik.

Jón Þorsteinsson ólst upp hjá foreldrum sínum í Kambshól og dvaldist með þeim, unz hann var nítján ára, en þá fór hann í vist að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd til síra Þorvalds Böðvarssonar og konu hans, Sigríðar Snæbjarnar- dóttur. Var hann í fjögur ár hjá þeim að því sinni, og er vart að efa, að dvölin á því menningarheimili hafi orðið honum heillarík á marga lund. Næstu sjö ár eftir að hann fór frá Saurbæ var hann sjálfs sín. Árið 1879 fór hann aftur að Saurbæ. Þá var honum samtíða þar ung stúlka, Sesselja Jónsdóttir. Felldu þau hugi saman, fluttust bæði að Kalastöðum, næsta bæ við Saurbæ, og giftust 30. júlí 1881.

IX

Sesselja Jónsdóttir var fædd 16. ágúst 1854. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, bóndi og meðhjálpari á Ferstiklu, og kona hans, Helga Gísladóttir. Mörg voru börn þeirra hjóna, og Sesselja meðal hinna yngri. Kunn- astur af sonum Ferstikluhjóna var [Georg] Pétur, bóndi á Draghálsi. Önnur börn þeirra voru: Ásmundur, drukknaði við Vatnsleysuströnd 1872, ókvæntur. Signður, ógift á Draghálsi, dó á tíræðisaldri, Jódís, átti fyrr Finn Jónsson, bróður Sigurðar í Lambhaga, en síðar Nikulás Brynjólfsson á Másstöðum á Akranesi, Gísli í Lambhaga (d. 1888), ókvæntur, Sigurður á Miðsandi, drukknaði í Hvalfirði 1884, Helga, átti Magnús Frímann, Sigurbjörg, átti Kristin Guðmundsson, Ólafssonar á Kalastöðum, Þuríður og Magnús. Fjögur hin síðasttöldu fóru til

Sesselja Jónsdóttir

Vesturheims. Magnús er enn á lifi í Winnipeg, háaldraður.

Jón á Ferstiklu lézt 16. apríl 1887, nær sjötugur. Faðir hans var Sigurður bóndi á Efra-Skarði í Leirársókn Pétursson, bónda í Vogatungu, Kolbeinssonar frá Hvanná á Jökuldal, Tunissonar. Kona Sigurðar og móðir Jóns var Jódís Böðvarsdóttir frá Melkoti í Leirársveit, Ólafssonar. Systir Jóns á Ferstiklu var Jódis, kona Jóns Þórðarsonar í Hlíðarhúsum í Reykjavik, talin ein af merkustu konum bæjarins á sinni tíð. Eiga þau hjón marga og merka niðja á meðal þeirra Reykvíkinga, sem nú eru uppi.

Helga, kona Jóns á Ferstiklu, var dóttir Gísla bónda þar og formanns, ættaða af Álftanesi, Ólafssonar, og síðari konu hans, Sigríðar Ásmundsdóttur. Sigríður var áður gift síra Engilbert Jónssyni í Saurbæ og var seinni kona hans. Helga lézt átta árum fyrr en maður hennar, nokkuð innan við sextugt.

X

Þegar þau Jón Þorsteinsson og Sesselja Jónsdóttir hófu búskap á Kalastöðum, var að fara í hönd erfiðasti harðindakaflinn á seinni hluta nítjándu aldar. Fyrsti vetur þeirra þar var frostaveturinn mikli

(1880—81), þegar ísalög voru slík, að gengið var af Akranesi til Reykjavíkur. Þá var vorið 1882 eitt hið harðasta á þeirri öld, eins og lengi var í minnum haft. Og enn voru erfið ár allt til 1888. Gamalt orðtak segir, að búskap skuli í harðæri hefja, og fleiri eru þau, hin meitluðu ummæli fyrri tíðar manna, er hníga í sömu átt. Þar mæltu gengnar kynslóðir varnaðarorð, byggð á dýrkeyptri reynslu allra alda Íslands byggðar. „Hörð var þeirra en heilnæm kenning.“ Og vart mun inntak hennar nokkuru sinni hafa verið fastar mótað í hugum manna en gerðist meðal þeirra, er reistu sín bú nálægt mótum áttunda og níunda tugar næstliðinnar aldar, báru æðrulaust byrðar hinna hörðu ára, gerðust í umkomuleysi sínu forvígismenn þeirra umbóta, er síðan hafa eflzt. Á því tímabili, er hér um ræðir, var þjóðlíf vort að nýju komið í deiglu, að vísu með öðrum hætti, en réttri öld fyrr. Dugur og þrek var að eflast, framtak að glæðast. En ávöxtur strangrar iðju var enn seintekinn og oft skoplítill. Sýnilegt var, aff svo mundi verða enn ura skeið. En fram undan virtist roða fyrir brún af bjartara degi. Það var mikilvægt hlutverk að undirbúa komu hans, og skylt að reynast því trúr, jafnvel þó að laun þeirrar iðju alheimtust eigi fyrr en á tímum næstu kynslóða.

XI

Kalastaðir voru taldir allmikil bújörð, og fyrr á tímum bjuggu þar höfðingjar og stórbændur. A nítjándu öld voru nafnkunnastir bændur þar þeir feðgar Ólafur Pétursson skipasmiður (d. 1843) og Þorvarður Ólafsson (d. 1872), faðir Þorvarðar prentsmiðjustjóra og Óla, föður dr. Páls Eggerts. Nú var jörðin mjög niðurnídd og lá við auðn, sökum þess að bæjar- og peningshús voru næstum fallin. Jarðareigandi, Þórður hreppstjóri Guðmundsson á Hálsi í Kjós, lagði fast að Jóni Þorsteinssyni um að taka jörðina til ábúðar, en hann var mjög tregur til, vissi sig efnalítinn til þess aff reisa þar allt frá grunni, sem óumflýjanlegt var. Þó varð það, að Jón lét tilleiðast, mest fyrir áeggjan húsbónda síns, síra Þorvalds Böðvarssonar. Og þegar ákvörðunin eitt sinn var tekin, var eigi frá henni hvikað. Kalastaðir urðu æviheimili þessara hjóna. Þar unnu þau mikið dagsverk, allt fram á ævikvöld sitt. Var eigi látið undan síga, þótt við erfiðleika væri að stríða, né hlífzt við átökum, þótt sárar þrautir væri þeim samfara, sökum þungbærrar vanheilsu.

Fyrsta verkefnið á Kalastöðum, auk venjulegra starfa, var að reisa húsin að nýju. Það verkefni entist raunar fram á seinni hluta búskaparáranna, því að kröfur voru þá vaxandi um húsakost og híbýlaþægindi. Þegar á öðru dval- arári var reistur góður torfbær með stofuhúsi frammi fyrir gesti. Aldarfjórðungi síðar var reist timburhús, sem enn stendur. Peningshús öll voru endur byggð svo fljótt sem verða mátti og reistar hlöður við þau. Var Jón á Kala- stöðnm hinn fyrsti meðal bænda í byggðarlagi sínn, er reisti hlöðu yfir hey sín. Túnið var nær allt sléttað og töðufall stóraukið. Bústofn var eigi rajögstór en nokkuð jafn frá ári til árs og fór þó fremur vaxandi, er leið á búskaparárin. Gætt var nærfærni um meðferð á skepnum, og kom þar til bæði umhyggja fyrir þeim og einnig sú nauðsyn, að bústofn sá sem unnt var að hafa, væri eins gagnsamur og föng voru til. Það hefir löngum verið metið sem höfuðdyggð góðs búþegns í byggðum lands vors „vel að fara með herrans gjöf“, en gálausleg meðferð nytsamra verðmæta, jafnt smárra sem stórra, með ódyggðum talin. Árvekni og stöðug aðgæzla í þessum efnum af hendi húsbónda og húsmóður, í samvinnu við hollhjú, á tímum hins forna búskaparlags, mun hafa orkað raeiru um að skapa vellíðan, hagsæld og trausta menningu en nútíðarkynslóðin fær skilið. — Síra Einar Thorlacius segir um þau Kalastaðahjón, er hann hefir getið þess, hve efnalítil þau voru framan af og aðstæður erfiðar: „En brátt kom í ljós, að hjónin voru samhent búsýsluhjón, svo að hagur þeirra blessaðist og batnaði, þrátt fyrir mikla ómegð, enda var hin mesta regla og snyrtimennska á heimilinu, hver hlutur á sínum stað, og þrifnaður og hreinlæti jafnt utan bæjar sem innan, hvar sem litið var. Mun óvíða hafa verið betur í þeirir grein …… Efnin jukust, eftir því sem hin efnilegu börn þeirra náðu þroska, því að þeim var haldið til vinnu, eins og þá var og jafnvel enn er siður. Það varð og heimilinu mikill styrkur, að húsbóndinn var í bezta lagi búhagur, smíðaði áhöld og ílát fyrir heimilið og einnig nokkuð fyrir aðra.“ En öll heimilisstörf, utan bæjar og innan, voru unnin „hörðum höndum“, því að hin fljótvirku vinnutæki komu ekki til sögu, fyrr en starfsævin var öll. Og ábýlisjörð sína eignuðust ban hjón ekki fyrr en á seinni búskaparárum, 1917.

XII

Kalastaðir eru í þjóðbraut, og ber bæinn hátt, en útsýni hið fegursta yfir Hvalfjörð, byggðina meðfram honum og til fjalla, er lykja um sjóndeildarhringinn. Gestkvæmt var þar jafnan í tíð þeirra Jóns og Sesselju, og bar gestina víða að. Tíðastar voru komur innsveitismanna, svo og bænda og annarra ofan heiðar, þ. e. úr Skorradal og Lundarreykjadal, meðan þaðan var sótt verzlun á Akranes. Gestrisni þeirra hjóna var og mikil; ella hefðu gestir ekki hænzt svo mjög þar að. Jón bóndi ,,var aldrei svo önnum kafinn, að hann gæfi sér ekki tómstund til að ræða við gesti sína“, segir síra Einar Thorlacius í minningargrein i „Morgunblaðinu“ 11. jan. 1924. Og hverskonar fyrirgreiðsla var óspart veitt. En umhyggja og aðhlynning gestum til handa bættist við aðra ærið þunga starfsbyrði, sem á herðum húsmóðurinnar hvíldi. Það var mörg stund og mikið starf, sera rausnarheimili í þjóðbraut helguðu gestum fyrr á tíðum, meðan þau voru hinir einu veitinga- og gististaðir, sem ferðamenn, oft lúnir og illa til reika, gátu leitað til. Ekki gáfu þær gestakomur fjármuni í aðra hönd, heldur voru öllu fremur ærið útdráttarsamar. „Hvar sem þéttust ösin er, ærið þarf til neyzlu“. En það er hvorttveggja, að gestrisinni lund er svo farið, að vinstri höndin veit ekki hvað hin hægri gefur, enda virðist stundum eins og hulin blessun drýgi hverja björg sem nemur því, er út dregst. Tvenns konar mikilvægan ávinning báru og þeir húsbændur úr býtum, er létu hverjum gesti í té alúð og góðan beina. Þeir hrundu með því af sér því fargi, sem fásinni eða einangrun leggur ella á hugi heimamanna, og kynni tókust, þau er oft urðu upphaf varanlegrar vináttu, sálufélags, sem næmgeðja mönnum er meira virði en safn þeirra fjársjóða, er mölur og ryð grandar. Fátt mun ylja mönnum betur á ellidögum, eða þá er vanheilsa og þrautir þjaka, en góðhugur vina, þar sem gagnvegir lágu milli um langa ævi. Jón á Kalastöðum var þrekmenni til sálar og líkama, „bár vexti og höfðing- legur, er hann stóð upp á sitt bezta“, örgeðja og gat verið óvæginn í orðum, en „harðastur var hann við sjálfan sig“. Þessi þrekmikli maður „átti í mörg ár við þrálátan sjúkdóm að stríða, er hann gat enga bót á fengið, en það var gigt, er lék hann svo hart, að hann að síðustu varð með öllu óvinnufær“. En lengi áður en svo var komið, vann hann af kappi, þó að því væru samfara sárar þrautir. Nú var það hans mesta afþreying og yndi að ræða við vini sína, er þá bar að garði, eða ef hann gat farið til fundar við þá, en það var þá helzt inn að Saurbæ, til prófastshjónanna, síra Einars Thorlacius og frú Jóhönnu Benjamínsdóttur. Einlæg vinátta tengdi þessi tvö heimili alla tíð. „Alltaf var Jón ræðinn og hress í anda og bar sig vel, þó að auðséð væri, hvað hann tók út.“

Sira Einar Thorlacius lýsir Sesselju á Kalastöðum þannig í minningum sínum og í grein, er harm skrifaði að henni látinni í „Vísi“, 31. júlí 1947: Hún var prýðilega verki farin og fell aldrei verk úr hendi. Há vexti og tíguleg, mjög prúð og stillt í allri framkomu, sagði meiningu sína í fáum en ákveðnum orðum, án þess henni fataðist nokkurn tíma prúðmennskan. Framkoma hennar öll bar þess vott, að hún var af góðu bergi brotin.“ — Frú Þorvaldína Ólafsdóttir, bróðurdóttir Jóns á Kalastöðum, lýsir Sesselju meðal annars svo (í Mbl. 27. júlí 1947), að hún hafi verið „sjaldgæf kona og móðir, sterkur og heilhuga förunautur manns síns, hins sjálfmenntaða og gáfaða bónda, Jóns Þorsteinssonar.“

XIII

Eins og byggðum hefir verið háttað hér á landi um aldir, hafa innviðir heimilisins verið hinar mikilvægustu máttarstoðir í lífi manna, ef svo má að orði kveða. Heima dvöldu menn lengstar stundir,, þar voru samkynni nánust. Heimilisandinn orkaði miklu um mótun skapgerðar frá bernsku, hann var sú lind, er frjóvgaði tilfinninga- og hugmyndalíf. Fyrir nokkrum áratugum var fjölmenni á flestum heimilum í sveitum lands vors. Samganga milli heimila, innsveitis, var nægileg til þess að rjúfa múrvegg hinnar sárustu einangrunar. En um leið var heimilið, ef efni voru sæmileg, eins og lítið, sjálfstætt þjóðfélag. Ef stjórn húsbænda var viturleg, varð heimilið menningarstofnun. Því venst barn, sem á bæ er títt. Það fer vart hjá því, að börn, sem alast upp á sönnum bókaheimilum, verði bókhneigð. Hugir ungmenna eru næmir fyrir töfrum andlegrar iðju. Takist að vekja áhuga þeirra fyrir viðfangsefnum á því sviði, mun „smekkurinn sá, sem kemst í ker,“ segja til sín ævilangt.

Ásmundur Jónsson

Þó að bókakostur á heimilum fyrir og um aldamótin væri eigi mikill, bætti það úr, ef lesið var og hugleitt til hlítar það, sem fyrir hendi var. Lestrarefni manna þá var eigi svo margbreytilegt sem nú er orðið. Bókakostur heimil- anna þá var einkum: íslendingasögur, önnur rit varðandi söguleg fræði, sem til varð náð, rímur og ljóðmæli 18. og 19. aldar skálda og þær fáu íslenzku skáldsögur, sem þá voru til — að ógleymdum vikublöðunum, sem góðir bændur héldu þá, eitt eða fleiri. En þau voru sum líkari góðum tímaritum en þeim dagblöðum, sem nú tíðkast. Þær bókmenntir, sem mi voru nefndar, las venjulega hver fyrir sig eftir vild, en hitt gerðist einnig, sem kunnugt er, að einn las upphátt eða kvað á vökum fyrir heimilisfólkið, meðan það vann í sætum sínum við hljóðlát störf. Að sjálfsögðu áttu ekki öll heimili hér óskilið mál, því að til var það, að bókhneigð væri ekki fyrir að fara hjá þeim. sem réðu heimilisháttum. En hinn fasti kjarni andlegra iðkana, þar sem nálega ekkert heimili skar sig úr, var tengdur við helgidagana og föstutímabilið, er húlestrar voru um hönd hafðir eða farið var til kirkju, sem vart var látið undan falla, ef fært var veður. Hvernig sem menn nú dæma um sálmaskáld vor og kennimenn á liSnum öldum, þá er víst, að kynni þjóðar vorrar af verkum þeirra og helgiiðkanir hennar í kirkjum og heimahúsum, reyndust henni máttugt afl um dýpkun andlegs lífs og mótun andlegrar lífsskoðunar.

Þuriður Jónsdótir

Heimili Jóns og Sesselju á Kalastöðum var mikið bókaheimili á þann veg, sem lýst hefir verið hér að framan. Og síra Einari Thorlacius varð minnisstætt hve hýrum augum Jón á Kalastöðum renndi til bókaskáps hans, er hann kom að Saurbæ. Meðal girnilegustu bóka þar voru Arbœkur Espólíns. Þær voru lánaðar út að Kalastöðum. Prófasti var að vonum annt um þetta merkisrit. En hann vissi, hvílíka nautn lestur þeirra mundi veita og að þess yrði vel gætt, að ekki sæi á þeim. Varð hann sannspár um hvorttveggja. Ekki er svo að skilja, að Árbœkurnar væru einstakt dæmi um bókalán frá Saurbæ, því að líkast var sem honum væri þægð í að lána bækur sínar að Kalastöðum, en hann átti gott bókasafn. Má geta þess hér, að í Minningar greinum þeim um síra Einar Thorlacius (Rvk 1949), er Snæbjörn Jónsson sá um útgáfu á og ritaði að nokkru leyti, hefir hann vikið að þessum bókalánum á þann hátt, að sjá má hve þau hafa verið metin og líka að þeim hefir ekki verið gleymt.
Hefir og haldizt með börnum Saurbæjar- og Kalastaðahjóna sú vinátta, er verið hafði með foreldninum.

Sigríður Jónsdóttir

En það var fleira og meira en bókalán og gagnkvæmar heimsóknir, sem tengdi saman heimilin í Saurbæ og á Kalastöðum á þessum tíma. Jón á Kalastöðum var lengi í sóknamefnd og meðhjálpari í Saurbæjarkirkju, meðan heilsan leyfði, og því viðstaddur flestar helgiathafnir þar. En heima fyrir voru húslestrar iðkaðir á helgum og hátíðum, og kostað kapps um að kynnast prédikunum sem flestra kennimanna íslenzkra, fyrri tíðar og samtíðar. Á  hverju föstutímabili voru sálmar Hallgríms sungnir og íhugaðir æ að nýju. Þannig var varðveittur reynsluarfur liðinna kynslóða. En um leið var glædd hin frjálsa hugsun, sem vakir yfir hverri nýjung, er varpað getur skýrara ljósi yfir vandamál lífsins og víkkað hinn andlega sjóndeildarhring. Jóni á Kalastöðum var farið líkt og fleirum hinna íhugulu, hugdjörfu manna á þeim tíma, sem voru frjálslyndir og sjálfstæðir í skoðunum, vildu í hverju efni hafa það, er sannast reyndist, gættu sin um að varpa eigi fyrir borð neinu því, er lífsgildi hafði, en voru um leið næmir fyrir boðskap nýs tíma.

XIV
Hjónin á Kalastöðum eignuðust ellefu börn. Þrjú dóu í bernsku. Enn áttu þau á bak að sjá tveimur sonum uppkomnum. Þorsteinn sonur þeirra drukknaði í Hvalfirði sumarið 1912, „einn hinn allra efnilegasti ungur maður, er þá ólst upp á Ströndinni, og líklegur til mikilla dáða, ef lengra lífs hefði orðið auðið,“ segir síra Einar Thorlacius og bætir síðan við: „Mátti Jón þá taka sér í munn (að breyttu breytanda) orð Skúla fógeta í Viðey í líku tilfelli: ,Goldið hefi ég nú landsskuldina eftir Kalastaði’ En sjaldan er ein bára stök. Tíu árum síðar (1922) misstu þau annan son, Gísla, einkar efnilegan, sem nú var einkastoð aldraðra foreldra, eftir þunga en skamma legu. Mátti þá segja, að séð væri fyrir með ábúð á Kalastöðum. Hin börnin þá farin og búin að velja sér aðra lífsstöðu. En sorgin var borin með hljóðri hugprýði eins og annað.“

Sex börn hjónanna á Kalastöðum eru enn á lífi og eru þau þessi:
Sigríður húsfreyja í Seljatungu í Flóa. Snæbjörn, skjalaþýðari í Reykjavik, Þuríður, húsfreyja í Reykjavik, Ásmundur, trésmíðameistari í Reykjavik og Vilborg, ekkja í Reykjavik.
Brynjólfur, skólaumsjónarmaður í Danmörku.
Auk þess átti Sesselja einn son, áður en hún giftist. Hét hann Samson Jónsson (f. 1873; d. 1941) og ólst upp fyrst á Ferstiklu en síðan á Kalastöðum. „Hann kvæntist ekki og átti ekki afkvæmi, en var hinn nýtasti maður og bezti drengur, svo vel látinn, að hann mátti heita hugljúfi allra þeirra, er kynntust honum.“
XV
Jón Þorsteinsson lézt á Kalastöðum 14. febrúar 1923. Sesselja ekkja hans bjó þá enn eitt ár þar, en fluttist síðan burt úr sveitinni. Mörg síðustu æviárin dvaldist hún á heimili Ásmundar sonar sins í Reykjavik. Hún andaðist 15. júlí 1947, nær 93ja ára að aldri, eftir skamma legu. Naut hún líkams- og sálarkrafta, nær óskertra, til æviloka, kvaddi að síðustu börn sín, barnabörn og vini, og gerði allar ráðstafanir um útför sína, þar á meðal um það, hverjir sálmar skyldu sungnir. Í Reykjavik talaði síra Einar Thorlacius yfir kistu hennar, eins og hann hafði einnig áður talað yfir moldum manns hennar. Leiði þeirar hjóna og fjögurra látinna barna þeirra eru í kirkjugarðinum í Saurbæ, hinum sama vígða reit, þar sem er legstaður trúarskáldsins mikla, en úti fyrir sandi er hin vota gröf, sem sonur þeirra gisti.
Á þessum stöðvum eru minningar hins liðna nálægar oss, án þess að aldir greinist: Barátta og sigur trúarskáldsins; líf og reynsla þeirra kynslóða, sem síðan eru gengnar.

Texti: JÓN GUÐNASON

Útgefandi Snæbjörn Jónsson

Reykjavík 1950.

 

Kalastaðir, Hvalfjarðarstrandarhreppur., Borgarfjarðarsýslu

Kalastaðir draga nafn sitt af fyrsta bónda jarðarinnar, Kala Kvistssyni. Kali er sagður heygður í Kaladysi sem liggur sunnan undir klettaásinum Kala sem er staðsettur vestur af bænum. Kirkja var á Kalastöðum til forna (fram til 1663); helmingakirkja móti Saurbæjarkirkju að sagt er. Sér enn móta fyrir bæði kirkjutóft og kirkjugarði á túninu austur frá bænum. Séra Hallgrímur Pétursson fluttist að Kalastöðum er hann lét af prestskap, og bjó þar í 2 ár.

Kalastaðir þóttu hin mesta vildisjörð lengi fram eftir öldum, og var engin jörð hærra virt að fornu mati í Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar, nema Leirá í Leirársveit, en jafnhátt mat var á InnraHólmi. Var þar skógur mikill til kolagerðar, allt fram á átjándu öld, en var þá að deyja út — mest fauskar eftir, en ungviði ekkert. Hefur verið sauðbeit góð á Kalastöðum, meðan skógur entist, og tekjur af sölu skógnytja, þegar viður gekk til þurrðar annars staðar. Selstöðu höfðu Kalastaðamenn i Kambhólslandi í Svinadal, og töldu ábúendur á Kalastöðum sér þar lengi síðan til sumarbeit handa geldfé. Þar var ekki býli reist fyrr en 1677, að ætla má, en landið eignað hálfkirkju á Kalastöðum. Heimræði var og frá Kalastöðum, meðan fiskur gekk í Hvalfjörð, lending góð, kræklingur í fjöru til beitu og manneldis og selveiði nokkur.

Heimildir:

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1908, s.14
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1930, s.78
Nýtt kirkjublað, 01-12-1912, s.280
Tíminn 12-11-1961, s.8
Tíminn, 06-07-1975, s.6