Júlíana Sveinsdóttir myndlistamaður

Júlíana Sveinsdóttir myndlistamaður


Júlíana Sveinsdóttir (f. í Vestmannaeyjum 1889, d. 1966 í Danmörku) var ein fyrsta íslenska myndlistakonan. Júlíana hafði áhuga á myndlist frá unga aldri og sótti kennslustundir til myndlistarmannsins Þórarins B. Þorlákssonar. Hún hóf síðan nám við Hinn konunglega danska listaskóla og ýmsa aðra listaskóla í Kaupmannahöfn áður en hún settist að í Danmörku. Júlíana málaði mest landslagsmyndir og kyrralífsmyndir.