Kaþólska kirkjan í Reykjavík

Lúterska kirkjudeildin er Þjóðkirkja Íslendinga, en 70% landsmanna tilheyra kirkjunni. Saga kristni er jafn gömul byggð í landinu, en íslendingar tóku kristni (rómversk-kaþólska trú) á Alþingi árið 1000. Siðaskiptin urðu hér árið 1550 þegar Jón Arason biskup á Hólum í Hjaltadal, var hálshöggvin þar árið 1550, ásamt sonum sínum. Fyrsti kaþólski presturinn síðan siðaskiptin, Frakkinn Bernard Bernard kom hingað um 1860, og keypti smákotið Landakot í útjaðri Reykjavíkur og byggði litla kapellu við bæinn árið 1864. Eftir fyrri heimstyrjöldina fóru katólikkar á Íslandi að ræða nauðsyn þess að byggja nýja og stærri kirkju. Var arkitektinn Guðjón Samúelsson falið að teikna kirkju í nýgotneskum stíl. Þegar kirkjan var vígð í júlí 1929, var hún stærsta guðshús landsins. Guðjón teiknaði margar sögufrægar byggingar sem setja sterkan svip á höfuðborgina, meðal annars Hallgrímskirkju, stærstu kirkju landsins efst á Skólavörðuholtinu.

Basilíka Krists konungs, Landakotskirkja stendur efst á Landakotshæðinni í vesturbæ Reykjavíkur.

Reykjavík 20/08/2021  13:23 : RX1R II 2.0/35mm

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson