Kinkað kolli til Kjarvals

Gjörningurinn Falin augnablik í náttúrunni: Fórnar viðburður á Kjarvalsstöðum.

kjarvalliarclickDansgjörningur innblásinn af Kjarval
Föstudaginn 26. ágúst kl. 16 á Kjarvalsstöðum

Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjarvals
Íslenski dansflokkurinn sýnir gjörninginn Falin augnablik í náttúrunni: Fórnar viðburður (e. Hidden Moments in Nature: A Sacrifice Event) á Kjarvalsstöðum undir stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar.

Verkið er innblásið af minningunni um Kjarval og ævistarfi hans. Gjörningurinn er síðasti viðburður dagskrárinnar Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjarvals sem Listasafn Reykjavíkur hefur staðið fyrir á Kjarvalsstöðum og tengist sýningu á verkum Kjarvals.  

Um þessar mundir vinnur Íslenski dansflokkurinn undir stjórn Ernu og Valdimars að viðamiklu verki sem sýnt verður á næsta ári. Verkið nefnist FÓRN og er unnið í samstarfi við listamennina Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur, Ragnar Kjartansson og Margréti Bjarnadóttur. Verkið verður frumflutt í samstarfi við alþjóðlegu leiklistarhátíðina LÓKAL og Borgarleikhúsið.

Gjörningurinn að þessu sinni er einn nokkurra viðburða sem listamennirnir semja og flytja, ýmist saman eða hver í sínu lagi, í aðdraganda hins stóra verks. Hann er einnig hluti alþjóðlegu sviðslistahátíðarinnar Every Body´s Spectacular (www.spectacular.is) sem er samstarfsverkefni RDF (www.reykjavikdancefestival.is) og LÓKAL (www.lokal.is).