Koddi, steinn og andlit

Christopher Taylor (1958), dýrafræðingur, en fyrst og fremst ljósmyndari var að opna sýninguna, Presence / Nálægð á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Falleg svart hvít sýning, í þremur ljósmyndaröðum, sem spanna 25 ár af heimsóknum hingað til Íslands. Margar myndanna er teknar í Þistilfirði, Norður-Þingeyjarsýslu, þaðan sem Álfheiður eiginkona hans er ættuð í föðurætt. Stað, svæði sem Christopher lítur á sem sitt annað heimili. Margar myndirnar eru einmitt af fólki þaðan, líka af óræðum steinum og kodda á Kleppsvegi. Í skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru síðan fálka myndir Daniels Bergmanns, allt annar heimur. Svo það er bara að drífa sig niður í Kvos, og sjá þessar ólíku en stórgóðu ljósmyndasýningar.

Christopher Taylor with his camera…

Frá sýningu Daníels Bergmanns, Fálkar

Frá sýningu Christopher Taylor

Frá sýningu Christopher Taylor

Frá sýningu Christopher Taylor

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

16/01/2022 : A7R IV, A7C : FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM