Konur sigurvegarar kosninganna.

Konur sigurvegarar kosninganna. 

Úrslit alþingiskosninganna liggja nú fyrir. Sigurvegarar kosninganna voru Framsóknarflokkurinn, einn þriggja flokka sem mynda ríkisstjórnina, og Flokkur Fólksins. Þeir sem töpuðu mest var Miðflokkurinn sem tapaði helmingi af sínu fylgi frá því í síðustu kosningum og Vinstri Græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Stærstur eins og endranær er Sjálfstæðisflokkur með 24,4% (-0.8% frá síðustu kosningum) atkvæða. Framsókn er í annar stærsti flokkurinn með 17,3% (+6,6%) atkvæða. Vinstri Græn hlutu 12,6% (-4,3%) atkvæða. Samfylkingin fékk 9,9% (-2,2%) atkvæða. Flokkur Fólksins fékk 8,8% (+1,9%) atkvæða, Píratar 8,6% (-0,6%) Viðreisn fékk 8,3% (+1,6%) atkvæða, og að lokum Miðflokkurinn sem fékk 5,4% (-5,5%) atkvæða. Aðrir flokkar hlutu minna og náðu ekki tilskildum 5% sem þarf til að komast inn á Alþingi. Það sem er merkilegt við úrslit þessara kosninga að í fyrsta skipti eru konur í meirihluta á Alþingi, af 63 þingmönnum eru nú 33 konur, og 30 karlmenn. Tíu prósent þingmanna, sex talsins bera föðurnafnið, Gunnarsson eða Gunnarsdóttir.

Tom Little fréttamaður AFP fréttastofunnar, var einn af örfáum sem voru á ferli í miðbænum snemma í morgun. Hér er hann að taka myndskeið af Alþingishúsinu, en húsið var byggt árið 1881, og er aðsetur þeirra 63 þingmanna sem sitja á Alþingi íslendinga. 

Reykjavík  26/09/2021 10:12 – A7R III : FE 1.4/24 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson