Kötturinn komin í ljós

Kötturinn komin í ljós

Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru í óða önn að skreyta höfuðborgina fyrir komandi hátíð. Einn af föstu liðum er jólakötturinn sem er staðsettur á miðju Lækjartorgi og lýsir upp torgið nú í skammdeginu. Kötturinn er hannaður í samstarfi Reykjavíkurborgar við Garðlist og mk-Illumination í Vínarborg. Þetta er fjórða aðventan sem kötturinn er settur upp. Hún Grýla er sérstakur verndari kattarins. 

Jólakötturinn á Lækjartorgi er með hvorki meira né minna en 6499 led perum. Kötturinn er engin smásmíði, 5 metrar á hæð og 6 metrar á lengd.

Reykjavík 24/11/2021 10:11 – A7R IV : FE 2.8/100mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson