Krían er komin!

Fyrir nokkrum árum voru gerðar breytingar á hólmanum í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum svo hann hentaði betur fyrir kríuvarp við Reykjavíkurtjörn. Gróður var tekin, þá aðallega hvönn sem gerði varp erfitt. Krían er mjög æskileg fyrir allt fuglalíf við Tjörnina, því hún fælir burtu vargfugla eins og máva, hrafna og ránfugla. En í hólmanum verpa auk kríunnar nokkrar andategundir. Stofnstærð kríunnar á Íslandi, en hún er eini fulltrúi þernuættarinnar hér á landi er um 200 þúsund pör, sem er um 40% af stofninum. Sandsíli í sjó og hornsíli í vötnum er aðalfæða kríunnar, auk þess tekur hún skordýr, smá krabbadýr og burstaorma. Það er engin lífvera sem ferðast eins langt milli sumar og vetrardvalar, en á veturna dvelur hún í sjónum hringinn í kringum Suðurskautslandið, en varpheimkynni hennar eru hringinn í kringum norðurskautið, allt norður til Grænlands og Svalbarða, hringferð sem er allt að 70,900 km / 44,100 mi löng.

Kríuhólminn í Þorfinnstjörn í friðlandi fugla í Hljómskálagarðinum. Glittir í Hallgrímskirkju gegnum trjákrónuna.

Kríur að hvíla sig í Þorfinnstjörn, sem er hluti af Tjörninni í Reykjavík

Krían er miðlungsstór fugl, 33 cm til 35 cm löng, vænghafið er 75 cm til 80 cm og þyngdin er 120 grömm

Reykjavík 10/05/2022 06:51 -07:52 : A7R IV – A7R III : FE 1.8/20mm G – FE 1.8/135mm GM – FE 200-600 G