Kristín Jónsdóttir 1888 – 1959

Kristín Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir listmálari fæddist í Arnarnesi við Eyjafjörð 25.1. 1888. Hún var dóttir Jóns Antonssonar, útvegsbónda þar, og Guðlaugar Sveinsdóttur húsfreyju.
Kristín Jónsdóttir listmálari fæddist í Arnarnesi við Eyjafjörð 25.1. 1888. Hún var dóttir Jóns Antonssonar, útvegsbónda þar, og Guðlaugar Sveinsdóttur húsfreyju.
Systir Kristínar var Margrét, móðir Jóns Sigtryggssonar tannlæknis, föður Óla Tynes og Inga Hrafns sjónvarpsmanns. Önnur systir Kristínar var Jónína, móðir Gunnars Schram lagaprófessors.

Kristin Jónsdóttir ( 1888- 1959) Námaskarð ( án ártals) Eigandi: Einkasafn þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttir.

Eiginmaður Kristínar var Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, en þau voru foreldrar Helgu leikkonu og Huldu blaðamanns.

Kristín stundaði nám við Kvennaskóla Eyfirðinga og Húsmæðraskólann Hússtjórn, myndlistarnám í Tegne- og Kunstindustriskolen for Kvinder og nam við Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-16.

Kristín Jónsdóttir (1888 – 1959) Öræfajökull 1937. Eigandi Listasafn Íslands.

Kristín málaði vatnslitamyndir og síðan olíumyndir á æskuslóðum í Eyjafirði á sumrin á námsárunum. Hún hélt einkasýningar á verkum sínum á Akureyri, í Kaupmannahöfn og Reykjavík og sýndi með Muggi í Reykjavík 1915. Myndir eftir hana voru m.a. sýndar á Charlottenborg-sýningum í nokkur skipti á öðrum áratugnum, en þar fengu inni, einungis úrvals listamenn. Hún tók einnig þátt í samsýningum í Þýskalandi og víða á Norðurlöndunum en myndir eftir hana eru í eigu ýmissa helstu listasafna á Norðurlöndum.

Kristín  Jónsdóttir ( 1888 – 1959) Kaldidalur án ártals.

Kristín var með fyrstu konum hér á landi til að gera myndlist að ævistarfi sínu. Hún sótti myndefni í nánasta umhverfi, var fyrsti íslenski málarinn sem málaði konur við dagleg störf en er þekktust fyrir kyrralífsmyndir sínar, einkum af blómum og ávöxtum, frá árunum 1925-40.

Kristín Jónsdóttir (1888 – 1959) Námaskarð 1920

Kristín fylgdist vel með þróun íslenskrar myndlistar, var ötull málsvari ungra myndlistarmanna og fagnaði nýjum straumum og stefnum. Heimili þeirra hjóna við Laufásveg var þekktur samkomustaður ungra myndlistarmanna á stríðsárunum og Kristín hafði óbein en án efa mikil áhrif á myndlistarskrif Morgunblaðsins.

Kristín lést 24.8. 1959.