• Íslenska

Kristinn G. Jóhannsson sýning í Hafnarhúsinu 8.-23. sept. 2018

AÐ LOKUM

Skorinort: Dúkristurnar hafa fylgt mér síðan 1982 þegar ég fyrst þrykkti fyrir sýningu í „Rauða húsinu “ á Akureyri. Síðan hefi ég velt þvífyrir mér á ýmsa vegu, þrykkinu, hvort mér auðnaðist að ná fram einhverju sem staðið gœti sem sjálfstœtt myndverk. Efnið sótti ég í einlægt handverk, vefnað, prjónaskap og útskurð úr baðstofum og öðrum menningarhúsum. Svona er þetta núna og er ég ef til vill kominn þar sem kurteist vœri að hætta áður en verra hlýzt af.

 

Kristinn G. Johansson við verk sýn á sýningunni í “ Grafíkskálanum“ Hafnarhúsinu; dagana 8.-23. sept. 2018. Sýningin heitir Að lokum.

Vor um vaðla: Málverkin sem litka sýningnna eru undir sömu sökina seld. Eg hefi árum saman gengið til litgrasa og forma í brekkurnar, sem við mér blasa dag hvern og í spegil „ Pollsins “ og vaðlanna, ofið saman litbrigði jarðarinnar með mínum hœtti. Hér leitar landslagið og málverkið eins konar jafnvœgis.. Málverkin úr myndröðinni „ Vor um vaðla“ réttlœta veru sína hér með skyldleika sínum við handverkið sem fyrr er vísað til, hafa á sér voðfellda áferð, „jurtaliti “ og munstraða byggingu.

Um volkið i vera/darsjónum.

„….Krítar og dúkskurðarmyndir Kristins G. eru persónulegar og sannar og bera vott um mikla svartlistarhæfileika “ (Þjóðviljinn 29.okt. 1982.  Samsýning, Kjarvalsstöðum)

„ Dúkskurðarmyndimar eru svo saga útaf fyrir sig, gerðar svo snemma sem 1982 er Kristinn var á fullu í kennslu, þó freistandi sé að álykta að hann hafi verið í leyfi. Minnist þess ekki að hafa borið þær augum fyrr, eða kannski eru þær svo vel upp settar á safninu og hafa ekki notið sín sem skyldi áður. Alla vega er um vinnsluferli að ræða, sem vert er allrar athygli i senn þjóðlegt sem með alþjóðlegu svipmóti. Föngin sótt í fjalir og prjónales, mynstrunum raðað saman með ýmsum hætti í þá veru að fram kemur mjúkt tónaspil, sem er hrein viðbót. Afar vel að verki staðið….“ (Bragi Asgeirsson, Mbl. 16. marz 2001 um sýningu í Listasafninu á Akureyri.)

„Náttúran í sínum óviðjafnanlegu tilbrigðum ber hæst í olíumyndum Kristins, sem eru afar litskrúðugar og mikið að gerast á myndfletinum. Litimir eru ríkir og lifandi, myndfletinum skipt upp með lóðréttum og láréttum línum svo femingar myndast með ýmiss konar mynstri. Þó að náttúran sé yrkisefnið elta myndimar ekki fyrirmynd sína heldur vinna ífjálst með liti og form, eru að mestu óhlutbundnar, sýna hughrif og ljóðræna tilfinningu, sem hér er sterk.“ (Ragna Sigurðardóttir, Mbl. Um sýningu í Húsi málaranna 2002.)

„Köflótt landslag Kristins G. Jóhannssonar veitir þá skemmtilegt tilbrigði við landslagsþemað og ekki laust við að listamaðurinn leiki sér að því að veita náttúrunni textílkennda áferð á verkum á við Hauststillukvæði við Pollinn“ (Mbl. Anna Sigríður Einarsdóttir, Vorsýning 10 listmálara 2002).

„…Hins vegar eru þetta sterk persónuleg einkenni listamannsins og aðal verkanna er einmitt sú persónulega nálgun, sem í þeim býr, sú sálræna dýpt, sem birtist í síendurteknu samtali listamannsins við átthagabrekkur , sem voru og eru.“ (Mbl. Þóra Þórisdóttir um „Sýningar á sjötugu“ í Ketilhúsi, Ak. 2006.)

„…Þegar Kristinn málar á strigann eða ristir í dúkinn þekkt munstur, sem koma fyrir í vefnaði, er ekki gerður greinarmunur á handverki og myndlist. Með sama hætti pússar Kristinn gjaman olíumálverk sín með fínum sandpappír til að kalla fram vefnað strigans þannig að láréttir og lóðréttir þræðimir birtast í öllum formum verksins og mynda samþætta tilvísun til fortíðar og famtíðar.“ (Guðmundur Ármann Sigurjónsson í tímaritinu „Hugur og hönd“ 2018)

Kristinn G. Jóhannsson og Guðrún Stefánsdóttir arkitekt og hönnuður.

Kristinn G. Jóhannsson (1936). Student frá MA 1956 . Nam myndlist á Akureyri, Reykjavik og Edinburgh College of Art. Lauk kennaraprófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn á Patreksfirði, Olafsfirði og Akureyri tœpa fjóra áratugi. Velti af sér þeim reiðingi áður en hann snaraðist, reiðingurinn. Kristinn efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavik 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins og sama ár tók hann ifyrsta sinn þátt í Haustsýningu FIM í Listamannaskálanum. Hefur síðan sýnt oft og víða ogfengið viðurkenningarfyrir myndskreytingar bóka.

Hér eru nokkrar myndir teknar úr Nonni og Manni bókunum sem kristinn G. Johannsson myndskreytti: