Kvikmyndin lifir

Kvikmyndasafn Íslands, við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði var stofnað 1978, og er eitt af þremur varðveislusöfnum á Íslandi. Kvikmyndasafn Íslands safnar íslenskum kvikmyndum sem og samstarfsverkefnum íslenskra og erlendra aðila. Auk þess, safnar Kvikmyndasafn Íslands tækjum og tólum til kvikmyndagerðar og kvikmyndasýninga. Hér er semsagt verið að safna saman íslenskum kvikmyndaarfi fyrir komandi kynslóðir. Icelandic Times / Land & Saga skrapp suður í Hafnarfjörð að sjá og skoða þetta merka safn, sem er ekki opið almenningi, heldur fræðimönnum og hópum sem vinna að rannsóknum eða verkefnum tengdum safnkosti safnsins. Mikið safnaefni frá safninu má sjá á vefnum islandafilmu.is

 

Kvikmyndasafn Íslands í Hafnarfirði

Endalausar raðir af filmum, í sérkældum geymslum

Margar kvikmyndir bíða skrásetningar eða vinnslu

Eldri tæki og bakvið mynd úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar

Frá Kvikmyndasafn Ísland

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

11/01/2023 : A7C : FE 1.8/20mm G