Kvísker er austasti bær í Öræfum, vestan Breiðamerkursands. Bærinn stendur undir Bæjarskeri. Glitrós vex í hvamminum vestan bæjar og Stöðuvatn er norðaustan Bæjarskers. Gönguferðir um giljótt og fagurt fjalllendið að baki Kvískerja eru ógleymanlegar.

Á Kvískerjum bjuggu 7 systkyni og Kvískerjabræður eru kunnir fyrir fræðistörf og athuganir á ýmsum sviðum náttúrufræði. Þar á að rísa náttúrufræðisetur í nánustu framtíð. Kvískerjabók var gefin út árið 1998.