Kvöldstemming í Reykjavík

Í lok dags, eftir mjög langan og annasaman dag með fjölskyldu og vinum, er ekkert betra fyrir ljósmyndara en fara út og taka myndir, ljósmynda. Þessar myndir, stemmingar komu í fangið á mér í kvöld, í miðbæ Reykjavíkur. því höfuðborginn, borgarlandslagið kemur alltaf á óvart, síbreytilegt. Hér er smjörþefurinn af birtunni og stemmingunni sem Reykjavík bauð uppá í kvöld. 

Horft suður Bergstaðastræti

Horft upp Skólavörðustíg, að Hallgrímskirkju

Einmanna Lundi við Laugaveg

Horft norður Frakkastíg

 

Fallegt hús við Frakkastíg

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 14/05/2023 : A7R IV : FE 2.8/100mm GM