Landmannalaugar opnar

Landmannalaugar, á sunnanverðu hálendinu, er og hefur verið einn af mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi. Og ég er ekki einn um það, svæðið er eitt mest heimsótta á hálendinu, enda er landslagið óvenjulegt, fjölbreytt, með heita laug við skálana og tjaldsvæðið. En það er ekki langur tími sem hægt er fyrir venjulegt að njóta náttúrunnar þarna, þrír mánuðir. Í dag er verið að opna vegin F208 inn í Landmannalaugar, og hann lokast aftur í lok september. Vegurinn, úr Hrauneyjum er grófur malarvegur og einungis fær fjórhjóladrifs bifreiðum. Úr Landmannalaugum liggur ein vinsælasta gönguleið landsins, í Þórsmörk, svokallaður Laugavegur, rúmlega 50 km / 30 mi löng gönguleið, um perlur íslenskrar náttúru. Góða ferð, það er opið frá og með deginum í dag inn í Landmannalaugar, sem liggja í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.

 

Frá vegi F208, sem var verið að opna, horft í aust norð austur að Snjóöldu

Af Frostastaðahálsi, veginn má sjá við Jarðfallið

Horft að Kýlingarskarði

Fjallabak – A7RIII – FE 1.8/20mm G, FE 2.8/90mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson